Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1981, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.08.1981, Blaðsíða 6
Vigdís Finnbogadóttir við komuna til Akureyrar, á móti henni tóku Sveinn Jónsson og Pálmi Gíslason. hve djúpstæð áhrif það hafði á það að lesa til að mynda um trú norska skáldsins Björnstjerne Björnsson á gott og gróskuríkt mannlíf til sveita, og heillaðist af rómantískri frásögn hans af því hvenig „klæða má fjallið” þegar björkin við rætur þess leggur á hrjóstrugan brattan, heilsar lyngi og fjalldrapa og þau fikra sig í samein- ingu upp í mót, þar til allt er orðið iðgrænt. Þannig var nú jákvæð afstaða þess- ara manna, sem jafnframt settu sér að Ræða forseta íslands Vigdísar Finnbogadóttur Kaeru vinir á Landsmóti Ung- mennafélags íslands. Lengi hef ég vegsamað æskuna. Þar er fyrst til að taka að það er svo ákaf- lega gaman að vera ungur. I anda jákvæðrar æsku er einnig gaman að eldast og öðlast aukna visku og skiln- ing á mannlífinu. „Viska með vexti æ vaxi þér hjá” hvað Jón Thoroddsen við litla stúlku og fann að hann átti fáar óskir betri fyrir æskublómið sitt, því með visku og þekkingu aukast lík- urnar á betra mannlífi. Þegar farið var að fylgja því eftir af meiri einurð en fyrr, á öndverðri síð- ustu öld, að íslendingar ættu að lifa sem sjálfstæð þjóð og væri það kleift, þurfti að sanna að þjóðin átti sér sögu að sameign. A tiltölulega skömmum tíma reyndist það auðvelt, því öll sag- an um baráttu kynslóðanna frá upp- hafi byggðar, við harðbýlt land, hafði geymst í minni fólksins, á tungu sem aldrei spilltist hvað sem á bjátaði. Nokkrir brautryðjendur, eins og Skúli Magnússon höfðu þá þegar reynt að sanna að landið væri ekki eins and- snúið íbúunum og ætlað haíði verið. Fjölnismenn stöppuðu stáli í lands- menn með því að skrifa fyrir samtíð sína hugleiðingar um þjóðerni, og skáldin lofsungu landið með Jónas Hallgrímsson í fararbroddi: Veit þá engi, að eyjan hvíta á sér enn vor, ejJólkið þorir guði að treysta, hlekki hrista, hlýða réttu, góðs og bíða? Fagur er dalur ogjyllisl skógi ogjrjálsir menn, þegar aldir renna. Og öðlingurinn mikli Jón Sigurðs- son, sem lengst stóð í eldlínunni, skrif- ar heim að loknum þjóðfundinum 1851 „Engir einstakir menn geta haldið málum vorum áfram, þegar í hart kemur, nema þeir séu vissir um aðstoð alþýðu, hvort sem þeir sjálfir standa eða falla.” við þessum arfi og eggjunarorðum tók æskan í byrjun þessarar aldar og boðaði þá tíma, sem við njótum á þessari stundu — unga fólkið alþýð- unnar, sem stóð að upphafi ung- mennafélagshreyfingarinnar á ís- landi, — með bjartsýni og trú á, að allt sem verið hafði í deiglunni á undan- genginni öld hlyti að rætast. Og það rættist. Það verður aldrei mælt hve mikið við íslendingar nútíðarinnar eigum að þakka öfum okkar og ömmum, sem fyrir tæpum 80 árum stofnuðu ung- mennafélög um allt land. Þau þjöpp- uðu fólkinu saman í trú á framtíðina. Þau tileinkuðu sér gleði og höfnuðu sút og svartsýni. — Þau hófu að rækta landið betur en fyrr, og gerðu meira að segja tilraun til að koma til móts við framtíðarmynd Jónasar og fylla „fagr- an dalinn” skógi. Þau öfiuðu sér fanga í bókmenntum erlendis frá. Eg veit frá mörgu eldra fólki, sem ég hef þekkt, vegsama fornmenn og gullöld á ís- landi og líkjast þeim sem best að hreysti, íþróttafimi og áræði, — með friði þó. Að ógleymdu því að þeir lögðu grundvöll að þeirri list, sem lengi hafur verið okkur til talsverðs sómaauka, leiklistinni, því án áhuga- manna-sýninga ungmennafélaganna í landinu ættum við ekki svo ríka leik- menningu sem raun ber vitni. Þeir færðu okkur trú á land og unnu dyggi- lega að því að við stöndum hér í dag, — frjálsir menn. Það er ræktun heilbrigðrar sálar í hraustum líkama, þjóðerniskennd og virðing fyrir landið okkar, sem jafnan hefur verið aðalsmerki Ungmenna- félagshreyfingarinnar á íslandi, — og hvað ungur nemur sér gamall temur. Því er það gott að hafa verið ungur með þessar hugsjónir að leiðarljósi, einnig að eldast og reyna enn að koma þeim áleiðis. Við þær vildi ég bæta friðarvilja okkar, innbyrðis sem and- spænis erlendum þjóðum, og óska þess að heillyndi og hreinskiftni hvers í annars garð fylgi okkur alla tíma. Eg árna þessu móti Ungmenna- félags Islands á Akureyri heilla og vænti þess að það beri ávöxt — epli Iðunnar, sem forfeður okkar trúðu að varðveitti eilífa og skapandi æsku — sem víðast og sem lengst. Megi okkur auðnast að eiga ótalin gæfuspor í framtíðinni. 6 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.