Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1981, Blaðsíða 34

Skinfaxi - 01.08.1981, Blaðsíða 34
Sigurdur Harðarson t.v. á tali við Helga Bjamason UMSB. Mývatns. Eitthvað höfðu þcir nú séð og fannst mikið koma til sýn- ingar Gerplu. Þeir sögðu að það væri þægilegt að vera á Akureyri og fara þaðan stuttar skoðunar- ferðir. A mánudag átti hópurinn að fara suður, gista í Borgarfirði og síðan á Selfossi en þaðan átti að fara í stuttar skoðunarferðir um suðurlandið. Þá sögðu þeir félag- ar að fyrirhugað væri einnig að fara til Vestmannaeyja. Við spurðum hvort flokkurinn færi oft í svona ferðir, svöruðu þeir að venjulega færu þeir á tveggja ára fresti en stundum hvert ár t.d. höfðu þeir verið einn mánuð í Bandaríkjunum í fyrra. Meðan við töluðum við Danina voru þeir alltaf að telja tröppurn- ar og nú vorum við komin alla leið upp í kennslustofuna, við kvödd- um því og héldum niður aftur. Tröppurnar reyndust 175 talsins. Fyrirhugað var að taka stutt viðtal við Sigurð Harðarson ann- an framkv.stjóra landsmóts- nefndar en vegna þess hve mikið var að gera hjá honum á sunnu- dagskvöldið var það látið bíða til morguns. Rétt fyrir hádegi dag- inn eftir var því gengið upp brekk- urnar að Iðnskólanum en þar voru skrifstofur mótsstjórnar. Þar var Sigurður eins og um var rætt og hann spurður fyrstu spurning- arinnar. — Anœgður að loknu móti? Ég er mjög ánægður að loknu Iandsmóti. Þetta hefur gengið þokkalega en mikið um reddingar á elleftu stundu. Mér skilst þó á fólki að þetta hafi gengið ágætlega þó okkur hérna á skrifstofunni hafi fundist allt ganga á afturfót- unum. — Komu eins margir og þið áttuð von á? Já, það komu eins margir og við bjuggumst við en það er erfitt að gera sér grein fyrir fjöldanum, menn hafa giskað á 8-10 þúsund og allt upp í það að fjöldinn í bæn- um hafi tvöfaldast. Hafnarstræti var víst eins og Strikið í Kaupm,- höfn á laugardagskvöldið, svo mikið var af fólki. Þá kom aðsókn- in á íþróttavöllinn á óvart þar sem það er óvenjulegt að svo margir fylgist með frjálsíþróttakeppni hér á landi. — Telurðu að endar nái saman? Við vonumst til þess að þeir geri það og reiknum fastlega með því en það er ekki komið í ljós ennþá. Sala á minjagripum var svona upp og ofan, allt seldist nokkuð vel nema þá veifurnar. Mjög margt var á böllunum og þá helst á laugardagskvöldið um 2000 manns. Þá seldist leikskráin vel og einnig Landsmótsfréttir. — Var ekki mikil vinna að koma þeim út svona snemma? Jú, það er óhætt að segja að það hafi verið mikil vinna og má segja að það hafi verið sérstaklega góð- um ritstjóra, Heimi Kristinssyni, að þakka hve fijótt þær komu út. Hann var nr. 1, 2 og 3 en auk hans vann fjöldi fólks að fréttunum. — Hejurðu eitthvað geta sojið seinustu daga? Það er nú lítið og hefði verið betra að t.d. ég og Þóroddur hefð- um sofið meira þar sem við erum keppendur. Unnið hefur verið hér á skrifstofunni fram á miðja nótt til kl. 3 og 4 og síðan byrjað snemma á morgnana. — Hvað með gceslu áykkar vegum? Alltaf 8 menn í gæslu frá okkur. Fyrsta kvöldið gekk nokkuð erfið- lega að gæta keppendatjaldbúð- anna, okkar menn þekktu ekki keppendurna sem oft á tíðum voru ekki með nafnspjöld sín. Síð- an skipulögðum við vaktir með vaktstjórum héraðssambandanna og gekk þá allt vel. Þegar hér var komið var Sig- urður farinn að ókyrrast þar sem við vorum að stela frá honum matartímanum. Hann var því spurður seinustu spurningarinn- ar, hvort hann væri til í að vinna við næsta landsmót? Treysti mér alveg til þess, veit þá hvað ég geng að. Vantar að fá þá sem hafa starfað áður við mót- in að halda áfram. Það myndi spara mikla undirbúningsvinnu t.d. hefur Þorsteinn Einarsson séð um gönguna og það sést hve hon- um vinnst það verk vel. Að þessum orðum loknum kvöddum við Sigurð og þökkuð- um fyrir okkur. Fyrir Sinfaxa var lítið að gera fyrir norðan svo til allir farnir til síns heima, því var Akureyri kvödd og næsta flugvél tekin suður. S.P. 34 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.