Skinfaxi - 01.08.1981, Blaðsíða 32
Þuríður Ingvarsdóttir, Guðrún Erla Gísladóttir og Hulda Jónsdóttir.
Framkvæmdaraðilar og við
höfum átt góða samvinnu, mótið
gekk vel fyrir sig en þó hefði mátt
vera meiri festa í einstökum grein-
um t.d. í dómgæslu.
■A kvöldin gekk vel að halda
saman hópnum allir komnir í ból
og þögn komin á fyrir kl. 12. Aðal
vandamálið var frá fólki í kring,
því sem kom af dansleiknum og
öðru óviðkomandi fólki. Keppni
var hjá öllum nr. 1 síðan kom ann-
að.
Að lokum vildi Guðmundur
bera fram þakklæti til allra bæði
áhorfenda og keppenda, einnig til
fólks heima í hcraði vegna undir-
búnings og fjáröflunar en án
þeirra hefði varla verið hægt að
fara slíka glæsiför.
Næst hittum við þrjár ungar
stúlkur, þær Guðrúnu Erlu Gísla-
dóttur og Þuríði Ingvarsdóttur frá
Selfossi og Huldu Jónsdóttur frá
Reykjavík en amma hennar á
heima á Selfossi. Þær stöllur voru
með HSK fólki, foreldrar eða
systkini voru að keppa. Þegar þær
voru spurðar hverjir væru bestir
svöruðu þær einróma „HSK”,
þeir væru lang bestir og þær ætl-
uðu að keppa fyrir HSK einhvern
tíma. Þá sögðu þær að HSK
myndi vinna næsta mót. Það væri
ofsa gaman á landsmótinu, ætl-
uðu alltaf að halda með HSK og
langar að fara á næsta landsmót
líka, sögðu þær vinkonur að lok-
um. '
Næst lá leiðin um Snæfellinga-
búð, en það nafn báru tjaldbúðir
HSH. Þar hittum við Magndísi
Alexandersdóttur framkvæmda-
stjóra HSH.
— Ertu ánœgð að loknu móti?
Já, mjög ánægð að loknu móti
þó ekki hafi allt farið eins og mað-
ur vildi helst. sumir stóðu sig ekki
eins vel og búist var við en það er
Magndís Alexandersdóttir framkv.-
stjóri HSK.
náttúrlega ekkert við því að gera.
Framkvæmdin hefur tekist vel og
aðstæður eru góðar.
— Hvemig gekk að stjóma hópn-
um?
Þetta er í fyrsta skipti sem ég
kynnist ábyrgð vegna landsmóts
og gekk bara vel að stjórna liðinu.
Eg hef kynnst krökkunum í sam-
bandinu og hefur þetta verið sam-
stilltur hópur sérstaklega eftir að
við héldum smá kvöldvöku á
laugardagskvöldið. Gerum okkur
vonir um að þessi samstaða boði
eitthvað gott fyrir sambandið í
framtíðinni. Það má segja að við
sem störfuðum við þetta værum of
fáliðuð, betra bæði fyrir keppend-
ur og allan hópinn ef fleiri störf-
uðu við þetta þar sem keppni fer
fram á svo mörgum stöðum í einu.
— Hvað með að haja dansleiki
svona stutl jrá?
Æskilegt að keppendabúðir
væru lengra frá höllirini en við því
er ekkert að gera. Búðirnar heíðu
þurft að fara út fyrir bæinn ef þær
ættu að vera lengra frá höllinni og
er það verri kostur heldur en að
hafa þær hér.
— Hejurðu eitthvað Jengið að
soja?
Já, já, fyrstu nóttina stóð ég á
vakt en síðan fékk ég frí frá því.
Að lokum sagði Magndís að
framkvæmdastjóranámskeiðið
sem haldið var í byrjun júní heíði
virkað sem vítamínssprauta á
hana og var allt annað að starfa
eftir það.
— Hvort húnsteiejtir timanum sem
hún hejði lagt í undirbúning?
Nei, alls ekki, hef halt mjög
gaman að þessu, allavega svona
eftir á.
Að svo búnu kvöddum við
Magndísi og héldum ferð okkar
áfram um tjaldbúðirnar. 1 jöldum
var farið að fækka, hið stóra tjald
UMSK var nú horfið en eftir sat
formaður þeirra Kjalnesinga,
Kristján Sveinbjörnsson. Sest var
32
SKINFAXI