Skinfaxi - 01.08.1981, Blaðsíða 14
Pálmi tekur við gjöf frá Ludvik Jerdal
Noregi.
kcpptu nú í níunda sinn á lands-
móti.
Seinasti liðurinn í hátíðardag-
skránni var úrslitaleikurinn í
knattspyrnu á milli UÍA og
UMFK. Þeirra viðureign lauk
með sigri UMFK 3:1 eins og áður
heíúr komið fram.
Mótsslit
Strax að loknum knattspyrnu-
leiknum fór fram verðlaunaaf-
hending. Afhent voru þau verð-
laun sem ekki var búið að afhenda
áður svo og ýmis sérverðlaun. Þá
var tilkynnt að HSK heíði sigrað
stigakeppnina við mikinn fögnuð
allra Skarphéðinsmanna, en þeir
voru mjög sigursælir á þessu móti
og héldu heim klyfjaðir verðlaun-
um.
Að lokum sleit Pálmi Gíslason
17. landsmótinu og gat þess að
næsta mót yrði haldið í Keflavík
ogNjarðvík 1984.
Þar með var þessu vel heppn-
aða móti lokið og er það mál
manna að einstaklega vel hafi ver-
ið staðið að því. Það má segja að
stjórnendur og framkvæmdaaðil-
ar hafi unnið stærsta afrekið á
mótinu svo vel gekk þetta 17.
landsmót UMFÍ í alla staði.
S.P.
kór Akureyrar söng, Þjóðdansafé-
lagið sýndi dansa og sýningar-
flokkurinn frá Hobro sýndi fim-
leika svo eitthvað sé nefnt. A eftir
var síðan stiginn dans á gólfi hall-
arinnar eins og önnur kvöld
landsmótsdagana. Hljómsveitin
Upplyfting sá um að halda uppi
fjörinu á þessum dansleikjum.
Hátídarsamkoman
A sunnudeginum rétt fyrir kl. 2
hófst hátíðarsamkoman í blíð-
skaparveðri með því að Lúðra-
sveit Akureyrar lék nokkur lög
fyrir samkomugesti. Þá var helgi-
stund og var það séra Pétur Sigur-
geirsson vígslubiskup sem prédik-
aði. Að henni lokinni setti móts-
stjórinn Sveinn Jónsson frá Kálf-
skinni samkomuna. Síðan flutti
heiðursgesturinn Vilhjálmur
Hjálmarsson fyrrverandi ráð-
herra hátíðarræðu. Ræddi hann
um störf hreyfingarinnar og kom
víða við. Samsýning barna úr
Eyjafirði, Dalvík og nágrenni var
næst á dagskrá. Þá kom skemmti-
þáttur og fimleikasýningar, þar
bar hæst sýningu danska fim-
leikaflokksins frá Hobro, Dan-
mörku.
Auk þess var Þjóðdansafélag
Reykjavíkur með vandaða dag-
skrá. Þá kvaddi sér hljóðs Ludv.
Jerdal frá Noregi og færði hann
UMFI að gjöf bók, Vestmanna-
laget i 110 ár, auk þess sem hann
Hutti kveðjur frá félaginu.
Pálmi Gíslason formaður
UMFI heiðraði síðan tvo kepp-
endur á mótinu, Þórodd Jóhanns-
son form. landsmótsnefndar og
Guðmund Hallgrímsson en þeir
Danski fimleikaflokkurinn frá Hobro sýndi á mótinu við góðar undirtektir
áhorfenda.
Frá úrslitaleiknum á milli UÍA og UMFK í knattspymu.
14
SKINFAXI