Skinfaxi - 01.08.1981, Blaðsíða 11
Systurnar Svava og íris Grön-
feldt stóðu sig vel. Svava sigraði
langstökkið á nýju landsmótsmeti
og Iris sigraði í spjótkastinu en í
þeirri grein stóðst spáin úr síðasta
tbl. Skinfaxa 100%. Hástökkið
sigraði María Guðnadóttir HSH,
en í öðru sæti varð Guðrún
Sveinsdóttir UMSK. Hún stökk
sömu hæð og María, en notaði
íleiri tilraunir. Þær stöllur unnu
besta afrekið í frjálsum íþróttum
kvenna. I kúlu sigraði Soffía
Gestsdóttir HSK en í öðru sæti
kom Helga Unnarsdóttir UIA en
hún sigraði í kringlunni, átti að-
eins lengra kast en Elín Gunnars-
dóttir HSK.
Sundkeppnin
Eins og við var að búast voru
Skarphéðinsmenn sterkastir í
sundinu og unnu stigakeppnina
með miklum mun. Bar mikið á
þeim við verðlaunaafhendingar
þar sem oft voru þrír frá HSK í
verðlaunasætum í sömu grein-
inni.
Þar var fremstur í flokki
Tryggvi Helgason, auk þess að
vinna besta afrekið þá var hann
stigahæstur í keppni karla. Hann
vann þrjár greinar, 100 og 200 m
Tekið á í sundinu.
Starfsíþróttir
Keppt var í 6 starfsíþróttum að
þessu sinni og voru það sömu
greinarnar og keppt var í á Sel-
fossi. Starfshlaupið var fjölmenn-
ast og fylgdist mikill fjölcli fólks
með því en það fór fram á íþrótta-
vellinum. Þar sigraði Kjartan P.
Einarsson USVS örugglega.
I keppninni lagt á borð sem fór
fram í Hústnæðraskólanum sigr-
Mikill fjöldi fólks fylgdist jafnan með keppninni. Fremst á myndinni má þekkja
Þórð Jónsson.
bringusund og 200 m fjórsund. Þá
var hann einnig í báðum sigur-
sveitum HSK í boðsundunum.
Þröstur Ingvarsson var einnig
sigursæll, sigraði í 100 m skrið-
sundi á eftir félaga sínum Huga
Harðarsyni sem einnig sigraði í
100 m flugsundi. Annars vakti
Eðvarð Eðarðsson UMFN sigur-
vegari í 100 m baksundi mikla at-
hygli. Hann gerði sér lítið fyrir og
setti Islandsmet drengja og pilta í
100 m baksundi í 4x100 m fjór-
sundi.
Hjá konunum var stigahæst
Sonja Hreiðarsdóttir UMFN,
hún sigraði í 100 m baksundi, 200
m bringusundi og í 200 m fjór-
sundi. Einnig vann hún besta af-
rekið. Góð afrek unnu einnig þær
María Óladóttir og Ólöf L. Sig-
urðardóttir í 100 m bringusundi og
skriðsundi. Þá bar einnig á Mar-
gréti M. Sigurðardóttur UMSK
en hún sigraði í 100 m flugsundi
og hlaut annað sætið í 200 m fjór-
sundi og það þriðja í 200 m
bringusundi.
Líkt og í frjálsum féllu flest
landsmótsmetiu í sundinu. Að-
eins í fjórum greinum var ekki
slegið met.
SKINFAXI