Skinfaxi - 01.08.1981, Blaðsíða 10
Við af stúlkunum úr Gerplu
tóku byrjendur úr Fimleikaráði
Akureyrar og sýndu áfram.
Fannst fólki nóg komið af fimleik-
um að því loknu a.m.k. í bili.
Þá fór fram 800 m hlaup. I
karlaflokki sigraði Borgfirðingur-
inn Jón Diðriksson og f kvenna-
Ookki Hrönn Guðmundsdótir
UMSK bæði á nýjum landsmóts-
metum.
Frjálsíþróttakeppnin
Keppni í frjálsum íþróttum var
mjög jöfn og spennandi og stóð
aðalbaráttan á milli HSK og
UMSK. Leikar fóru þannig að
lokum að HSK sem stóð sig mjög
vel vann UMSK með 4 stigum.
Sami stigafjöldi skildi UIA og
UMSB sem lentu í 3. og 4. sæti.
Arangur var mjög góður, sá
besti í sögu landsmótanna.
Landsmótsmet voru sett í flestum
keppnisgreinum og í mörgum
greinum voru margir með betri
árangur en gamla landsmótsmet-
ið hljóðaði upp á.
I langstökkinu, sem var ein af
fyrstu greinunum sem keppt var í,
Þulur mótsins, Hafsteinn Þorvalds-
son, fylgist með því sem er að gerast
hinum megin á vellinum.
sigraði hinn bráðefnilegi Kristján
Harðarson UMSK eins og spáð
var fyrir. Hann var einnig framar-
lega í 100 m hlaupi oghástökki, en
það sigraði Stefán Friðleifsson
UIA á nýju landsmótsmeti.
I kringlukasti skipuðu þeir Vé-
steinn Hafsteinsson HSK og
Helgi Þ. Helgason sér í fyrstu tvö
sætin. Kúlan fór einnig þannig en
þar hafnaði Helgi í fyrsta sæti,
hann náði að varpa kúlunni
Það er ekki verra að hafa með sér lukkudýr.
10
lengra en Vésteinn í lokakastinu.
Vésteinn var einnig framarlega í
spjótkastinu en þar var hann
næstur á eftir Einajá Vilhjálms-
syni UMSB sem bar höfuð og
herðar yfir keppinauta sína.
Hann sigraði örugglega og setti
glæsilegt landsmótsmet.
Egill Eiðsson UIA var maður
spretthlaupanna, en hann sigraði
í 100 og 400 m hlaupunum auk
þess sem hann var í sigursveitum
UlA í boðhlaupunum. í lengri
hlaupunum bar mest á Jóni Dið-
rikssyni UMSB en hann sigraði í
800, 1500 og 5000 metrunum og
setti landsmótsmet í öllum þess-
um hlaupum eins og við var að
búast. Brynjólfur Hilmarsson,
hinn efnilegi hlaupari þeirra UIA
manna, fylgdi Jóni vel eftir og
hafnaði í 2. sæti í þessum þrem
hlaupum.
Gísla Sigurðssyni UMSS gekk
mjög vel á mótinu, hann sigraði í
stangarstökki á glæsilegu lands-
mótsmeti og einnig í grinda-
hlaupi, en þar mældist meðvindur
of mikill. Þá var hann annar í 100
m. Góður árangur hjá Gísla enda
var hann næst stigahæstur, næst-
ur á eftir Jóni Diðrikssyni. Þrí-
stökkið var keppni á milli þeirra
HSK manna Kára Jónssonar og
Guðmundar Nikulássonar og
lauk þeirri viðureign með sigri
Kára.
í kvennahlaupunum bar mikið
á UMSK. Svanhildur Kristjóns-
dóttir sigraði í 100 m og Hrönn
Guðmundsdóttir bæði í 400 og
800 m. Þá sigraði Siurbjörg
Karlsdóttir UMSE í 1500 m
hlaupinu eftir harða keppni við
Guðúnu Karlsdóttur. Sveit
UMSK sigraði síðan boðhlaupið.
Ragna Erlingsdóttir HSÞ sigraði
grindahlaupið og var á aðeins
betri tíma en systir hennar Hólm-
fríður UMSE.
I öllum þessum greinum voru
sett landsmótsmet.
SKINFAXI