Skinfaxi - 01.08.1981, Blaðsíða 12
Frá dráttavélakeppninni, þar borgar sig að fara að öllu með gát til að fá sem fæst
refsistig.
I starfshlaupinu verða menn að vera snöggir að vega og meta hlutina.
aði Margrét Sveinsdóttir UMSE,
hún var vel að sigrinum komin í
annars mjög jaínri keppni. Ann-
ars tóku 16 þátt í þessari keppni
og þar af aðeins 1 karlmaður.
A Lundstúni fór fram keppni í
dráttavélaakstri. Vignir Valtýs-
son HSÞ sigraði í keppninni í
sjötta skiptið í röð, góður árangur
hjá Vigni og líklega langt þangað
til einhver annar slær þetta met, ef
það verður þá einhvern tíma sleg-
ið.
A sama stað fór fram keppni í
hestadómum, þar sigraði Kristín
Thorberg UMSE en hún var eina
konan sem keppti í þessari grein.
I línubeitingu var þrefaldur
HSÞ sigur, fyrstur var Sigurður
Sigurðsson frá Húsavík, hann
sigraði félaga sína naumlega.
Flestar plöntur í jurtagreiningu
þekkti Guðmundur Jónsson HSK
og sigraði því í þeirri keppni en
hún fór fram í Húsmæðraskólan-
Glíma
I glímu voru aðeins 9 þátttak-
endur og var þeim skipt í tvo
flokka, cldri og yngri. I yngri
ílokknum sigraði Páll Sigurðsson
HSK, hlaut 4 vinninga af jafn
mörgum mögulegum. I eldri
ílokknum var það Pétur Yngva-
son HSÞ sem lagði alla sína mót-
herja og sigraði því.
]údó
Júdóinu var einnig skipt í tvo
flokka. I ílokki drengja 17 ára og
yngri sigraði örugglega bráðefni-
legur strákur úr UMSK, Tryggvi
Tryggvason. Hann lagði alla sína
andstæðinga á svokölluðu
„Ippon” og átti nokkuð auðvclt
með það. Fram kom gagnrýni á að
júdóinu skyldi ekki vera skipt eftir
þyngdarflokkum en Tryggvi var
nokkuð þyngri en mótherjar hans.
I flokki 18 ára og eldri sigraði
Omar Sigurðsson eftir harða
glímu við félaga sinn Sigurð
Barist af hörku í handknattleiknum.
12
SKINFAXI