Skinfaxi - 01.06.1984, Page 11
Landsmótsspá — Landsmótsspá
Auöunn Eiríksson
Spáir í úrslit
sundkeppninnar
á Landsmótinu
Þegar ég tók að mér að spá um
úrslit í sundinu á Landsmótinu nú
í sumar taldi ég það vera létt verk
og löðurmannlegt. En þegar ég
fór að vinna í þessu áttaði ég mig
á því að margir óvissuþættir geta
sett spána úr öllum skorðum.
Mörg lið úti á landi eru í uppsigl-
'ngu svo sem Borgarnes,
Hvammstangi o.fl. Veit ég ósköp
Htið um framgang þessara félaga.
Önnur lið virðast dottin út úr
myndinni en gætu þó vaknað aft-
ur til lífsins, svona rétt fyrir
Landsmótið.
^crgnús Ólafsson
Eins er ómögulegt að segja til
um hvaða greinar keppendur
velja sér. Ég studdist fyrst og
fremst við árangur einstaklinga
frá síðastliðnu ári svo og íslands-
mótið í mars síðastliðnum.
Þessi spá er fyrst og fremst til
gamans gerð og er því alger óþarfi
að gera nokkuð veður út af henni.
Örugglega eru það margir sund-
kappar sem ég hef ekki tekið með í
dæmið, en ættu það þó fyllilega
skilið og ég vona bara að þeir taki
það ekki óstinnt upp. Fyrst skul-
um við líta á karlagreinarnar.
Hugi Haröarson
100 m skriðsund
Ég held að það verði mikil bar-
átta um efstu sætin og nokkuð
erfitt að segja nákvæmlega til um
sigurvegarann.
Ég spái samt:
1. Magnús Ólafsson HSK
2. Svanur Ingvarsson HSK
3. Þröstur Ingvarsson HSK
800 m skriðsund
Það er ekki hægt að segja til
með nokkurri vissu um úrslitin
því fáir hafa synt þessa vegalengd
Þóröur Óskarsson
SKINFAXI
23