Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1984, Síða 30

Skinfaxi - 01.06.1984, Síða 30
Landsmótsspá — Landsmótsspá Handknattleikur á 18. Landsmóti UMFÍ. Sveinn Pálsson. Keppni í handknattleik á 18. Landsmóti UMFÍ, kemur til með að verða jöfn og skemmtileg og er skemmst að minnast úrslitaleikja tveggja síðustu landsmóta, þar sem HSÞ og UMSK léku til úr- slita á báðum mótunum. HSÞ sigraði 1978 eftir framlengdan leik, vítakastakeppni og hlutkesti. UMSK sigraði 1981 eftir venju- legan leiktíma. Á landsmótinu á Selfossi 1978 var að mínu mati leikinn betri handknattleikur en á Akureyri 1981. Mun meira jafn- ræði var með liðunum 1978 en 1981. Átta lið hafa tilkynnt þátt- töku á landsmótinu nú í sumar. UMSK sigraði á síðasta lands- móti og er óneitanlega sigur- stranglegast núna og hefur úr lang stærsta hópnum að velja. UMFN verða örugglega erfiðar heim að sækja. Þær eru óvenju- lega baráttuglaðar og hvattar áfram af mjög samstilltum að- dáendum. HSÞ varð í öðru sæti á síðasta landsmóti, hefur síðan þurft að horfa á bak nokkrum reyndum liðskonum og ungar og óreyndar hafa komið í staðinn. Mér finnst liðið ekki líklegt til stórátaka á mótinu í sumar. UÍA hefur byggst upp af stór- um og sterkum stúlkum og leikur liðsins mótast af einstaklings- framtaki öðru fremur, en ekki sterkri liðsheild, líklega vegna fárra samæfinga, þar sem liðið samanstendur af stúlkum frá nokkrum stöðum fyrir austan. Á góðum degi getur liðið náð langt á landsmótinu í sumar. HSK liðið var ungt á síðasta landsmóti. Vegna góðrar aðstöðu heima fyrir og ef liðið hefur hald- ið saman, gæti það náð Iangt í sumar. Liðið náði ekki eins langt á síðasta landsmóti eins og ætla hefði mátt. UMFK liðið var ekki sannfær- andi á síðasta landsmóti og með það í huga spái ég því ekki mikl- um frama í sumar þó á heimavelli sé. UMSB og UMSE verða að mínu mati í neðstu sætunum á mótinu í sumar. Spá mín um endanlega röð er þessi: 1. UMSK 5. HSK 2. UMFN 6. UMFK 3. HSÞ 7.-8. UMSE 4. UÍA 7.-8. UMSB BÆNDUR BÍLAVERKSTÆÐI OG AÐRIR EIGENDUR LAND-ROVER BIFREIÐA ATHUGIÐ! f HÖFUM ÚRVAL VARAHLUTA OG BODDÝHLUTA í LAND-ROVER EINNIG VARAHLUTI í RANGE- ROVER OG MITSUBISHI ÞEKKING OG REYNSLA TRYGGIR ÞJÓNUSTUNA < VARAHLUTIR - AUKAHLUTIR HEILDSALA - SMÁSALA PÓSTSENDUM SAMDÆGURS m 30 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.