Skinfaxi - 01.06.1984, Side 31
Landsmótsspá — Landsmótsspá
Helgi Bjarnason.
Körfuknattleikur á
18. Landsmóti UMFÍ.
Tíu lið taka þátt í körfuknatt-
leikskeppni landsmótsins í sumar.
Eru það fleiri lið en tekið hafa
bátt i undanförnum landsmótum
°g líklega fleiri en nokkru sinni á
landsmóti. Liðin eru: Ung-
mennasambands Kjalarnesþings
(UMSK), Ungmennasamband
Eorgarfjarðar (UMSB), Héraðs-
samband Snæfells- og Hnappa-
^alssýslu (HSH), Hérðssamband-
ið Hrafna-Flóki (HHF), Ung-
raennasamband Skagafjarðar
((JMSS), Ungmenna- og íþrótta-
samband Austurlands (UÍA),
Héraðssambandið Skarphéðinn
(HSK), Ungmennafélag Grinda-
víkur (UMFG), Ungmennafélag
Eeflavíkur (UMFK) og Ung-
raennafélag Njarðvíkur (UMFN).
Gera verður ráð fyrir að Suður-
rresjaliðin mæti sterk til leiks í
stimar, enda á heimaslóðum.
Hjarðvíkingar ættu að vera
öruggir með sigur. Liðið sigraði í
rrrvalsdeildinni í vetur og er því
núverandi íslandsmeistari í
iþróttinni. Þá hefur UMFN borið
höfuð og herðar yfir önnur ung-
r^tennafélög i þessari grein í mörg
ar, meðal annars sigrað á undan-
förnum landsmótum. Keflvíking-
ar ættu einnig að vera nokkuð
öruggir með annað sætið eins og
á síðasta landsmóti. Liðið leikur
á heimaslóðum eins og UMFN og
hefur mjög mörgum leikmönnum
á að skipa þó fall úr úrvalsdeild-
inni hafi orðið hlutskipti þess í
vetur.
Við spádóma um önnur úrslit
fer málið að vandast. Ekki er búið
að skipta í riðla og getur riðla-
skiptingin auðvitað haft áhrif á
möguleika einstakra liða. Þá er
þess að geta að kröfuknattleikur
er vetraríþrótt — keppnistímabil
körfuknattleiksmanna er yfir
vetrartímann — og kemur lands-
mótið sem eins konar viðbót sem
menn eru misjafnlega undirbúnir
til að takast á við. Styrkleiki
flestra annarra liða en þeirra
bestu er því hulin ráðgáta. Lið
Laugdæla stóð sig vel í íslands-
mótinu í vetur, varð í þriðja sæti
í 1. deild. Ef HSK verður með
sama mannskapinn ættu þeir að
ná þriðja sæti landsmótsins.
Þriðja Suðurnesjaliðinu, Grind-
víkingum, er spáð fjórða sætinu.
Liðið varð í fjórða sæti 1. deildar
og leikur nú á heimaslóðum.
Austfirðingum er spáð fimmta
sætinu og Borgfirðingum því
sjötta. Snæfellingar og Kjalnes-
ingar gætu þó hæglega blandað
sér í þá baráttu. Búast má við að
Skagfirðingar og Patreksfirðing-
ar (HHF) hafni í neðstu sætun-
um.
Spá mín fyrir sex efstu sætin er
því þessi:
Nr.
1. UMFN
2. UMFK
3. HSK
4. UMFG
5. UÍA
6. UMSB
Með landsmótskveðju,
Borgarnesi, 7/6 1984.
Sturla Örlygsson, leikmaöur UMFN.
skinfaxi
31