Skinfaxi - 01.02.1985, Blaðsíða 12
Sígarettan kostar
sjö mínútur
af Ujmu
Árni Johnsen
Færustu sérfræðingar lækna-
vísindanna halda því nú blákalt
fram að hver sígaretta sem reykt
sé kosti 7 mínútur af lífinu. Þessi
niðurstaða er byggð á rannsókn-
um þar sem tekið er tillit til reyk-
ingatíma, magns og aldurs við-
komandi. Meðaltalið sýnir að
hver sígaretta kostar svo gífurlega
sem niðurstaðan ber með sér.
Hver skyldi hugsa um það dags
daglega að i rauninni er reykinga-
maðurinn sem hefur reykt í ein-
hverja áratugi að eyða af lífi sínu
tveimur klukkustundum og tutt-
ugu mínútum á dag með því að
reykja einn pakka á dag, kasta líf-
inu á glæ, eða um 60 dögum á ári
hverju.
300 deyja árlega
Það eru einnig blákaldar stað-
reyndir að árlega deyja um 300 ís-
lendingar fyrir aldur fram af
völdum reykinga, þ.e. lungna-
krabba, kransæðasjúkdóma,
lungnaþembu o.fl. o.fl. Þetta er
um 10 sinnum hærri tala en um er
að ræða i dauðaslysunum í um-
ferðinni og þykir þó flestum nóg
um bruðlið á mannslífum á þeim
vettvangi.
Þannig hafa rannsóknir á síð-
ustu árum og mánuðum leitt fram
í dagsbirtuna mun meiri hættu af
völdum tóbaks og tóbaksreyks,
en menn hafa haft tækifæri til að
gera sér grein fyrir hingað til
manna á meðal.
Ný lög
í ljósi þessa voru sett á Alþingi
ný lög um tóbaksvarnir, fyrst og
fremst til þess að reyna að fyrir-
byggja reykingar og einnig til þess
að draga úr reykingum þeirra sem
reykja og þá í flestum tilvikum
fólks sem byrjaði að reykja sjálf-
viljugt en reykir ekki sjálfviljugt
því að það er orðið að fíklum og
þar er hægara sagt en gert að snúa
við blaðinu. Margt er þó til varn-
ar, en ástæða er til að fagmenn í
læknisfræði fjalli fremur um þá
þætti málsins.
Mikill meirihluti
hyntur hömlum
Áður en alþingismenn gengu til
atkvæða um tóbaksvarnalögin lá
á borðinu könnun Hagvangs um
reykingavenjur íslendinga og þar
kom fram að um 80% lands-
manna voru hlyntir hömlum á
reykingum. 76% voru fylgjandi
banni á sölu tóbaks til barna
yngri en 16 ára, 81% voru hlyntir
rétti manna til reykleysis á vinnu-
stöðum og 82% töldu æskilegt að
reyklaus svæði væru á veitinga-
stöðum.
Þessi sama könnun sýndi, að
tæp 60% fullorðinna lands-
manna reyktu ekki og ef börn eru
talin með hækkar sú tala í 70%.
Þannig er það í raun mikill minni
hluti þjóðarinnar sem reykir.
Önnur könnun um þessi mál, sem
Hagvangur framkvæmdi í apríl
s.l. leiddi sömu hlutfallstölur í
ljós. Hins vegar er tóbakssala á
hvern landsmanna nú minni en
fyrir áratug. Það má því kannski
segja að það hefði ekki átt að
koma á óvart að þessum lögum
yrði vel tekið. Sá þáttur laganna,
er varðar takmörkun reykinga er
í raun alls ekki sá veigamesti,
heldur ber miklu frekar að líta á
hann sem langþráð tæki til handa
hinum þögla meirihluta, sem orð-
ið hefur að þola reykingar og þar
með skaðleg áhrif óbeinna reyk-
inga án þess að geta borið hönd
fyrir höfuð sér. Er hér ekki síst átt
við börn og unglinga. Sú einfalda
staðreynd blasir við, að ef það
fólk sem ekki reykir, notar ekki
þetta verkfæri og tryggir þar með
framgang laganna, geta engin
lögregluyfirvöld knúið menn til
hlýðni. Þess vegna ríður mikið á,
að fólkið í landinu taki höndum
saman og semji sín á milli um
hvar má reykja og hvar ekki og
sýni í þeim efnum hógværð og til-
litsemi. Það er engin lausn að
vinnufélagar berjist innbyrðis og
helli jafnvel heitu kaffi hver yfir
annan. Þeim mun ánægjulegra er
að öll fyrstu viðbrögð benda til
þess að hógværð og tillitssemi
ráði með örfáum undantekning-
um.
Heilbrigðisvandamál
Tóbaksvarnarnefnd vill benda
12
SKINFAXI