Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.1985, Page 18

Skinfaxi - 01.02.1985, Page 18
Bridge Viökvœm spil, spilist varlega Guðmundur P. Arnarson Þú spilar eðlilegt kerfi og opn- ar á einu hjarta, sem lofar fimm- lit, á eftirfarandi hönd: Suður s K6 h A9542 t AD42 I D6 Makker segir tvö lauf, þú tvo tigla og félagi stekkur þá í þrjú hjörtu. Þar með lýsir hann yfir að hann hafi áhuga á að hefja þreifingar um slemmu í hjarta. Eftir þessa byrjun kemur ekki til greina að spila grönd, en þú segir samt þrjú grönd til að lýsa spilunum betur. Makker segir fjögur lauf, fyrirstöðusögn, þú fjóra tígla og hann slær af með fjórum hjörtum. Alslemma kem- ur þá ekki lengur til álita og þú lýkur sögnunum með sex hjört- um. Vestur spilar út spaðagosa og blindur kemur upp: Norður s AD h K876 t 763 1 AK53 Suður sK6 h A9542 t ADd42 I D6 18 Þetta lítur ekkert allt of vel út. Svo virðist sem hjörtun þurfi að liggja 2—2 og tígulkóngurinn að vera réttur fyrir svíningu. En það eru aukamöguleikar til, sem bæta slemmuna nokkuð. Fyrsta skrefið er að taka tvo efstu í trompinu. Segjum að trompin falli 2—2. Hvernig viltu halda áfram? Nú er best að taka seinni spaða- slaginn og spila fjórum sinnum laufi. Ef vestur á lauflengdina er spilið unnið: þú fleygir einfald- lega tígli í fjórða laufið og vestur verður að spila upp í gaffalinn í tíglinum eða út í tvöfalda eyðu, sem er allt eins gott. Þá er hægt að trompa i borðinu og kasta tíguldrottningunni heim. Ef austur fylgir hins vegar lit í fjórða laufið, er best að trompa, taka tígulás, fara inn í blindan á tromp og spila tígli á drottning- una. Þá vinnst spilið alltaf ef tígulkóngurinn er í austur, en einnig ef vestur á hann blankan eða annan: Norður s AD h K876 t 763 1 AK53 Vestur Austur s G109432 s 875 h DIO h G3 t KIO t G984 1 942 I G1087 Suður sK6 h A9542 t AD42 1 D6 Vestur er frosinn inni á tígulkóng og verður að spila út í tvöfalda eyðu. Spilið er þvi greinilega all sterkt ef trompin falla. En hvað ef vest- ur á þrjú tromp? Er þá nokkuð til ráða? Það er alla vega ástæðulaust að gefast upp án baráttu. Tígulkóng- urinn verður að liggja rétt, svo mikið er vist. En einn slag vantar enn til að fylla tylftina. Tólfti slagurinn getur komið á tvennan hátt: með kastþröng á austur í láglitunum, ef hann á fjórlit að minnsta kosti í lauf og tígli eða með því að hreinsa upp hliðarlit- ina og spila vestri inn á tromp til að láta hann spila út i tvöfalda eyðu eins og áðan. Seinni leiðin er betri, því hún byggist aðeins á því að vestur eigi ekki fleiri en tvo tígla. Laufið skiptir ekki máli: Norður s AD h K876 t 763 1 AK53 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.