Skinfaxi - 01.02.1985, Page 20
Sitt lítið af hverju um sund
Hörður S. Óskarsson
Hugleiðing í byrjun árs
Þó aðalkeppnistímabil sund-
manna spanni yfir lok og byrjun
hvers árs, þ.e. frá sept. — mai/
júní, þá er alltaf svo að árangur
liðins árs er dreginn saman um
hver áramót.
Þetta sýna bæði meta- og af-
rekaskrár, svo ekki sé minnst á val
íþróttamanns ársins sem er nú
orðin föst hefð í íþróttalífi lands-
manna.
Þegar þetta er ritað liggur ekki
endanlega fyrir afrekaskrá sund-
manna fyrir árið 1984. íslensk
sundmet urðu alls 99 og má segja
að liðið keppnisár hafi verið með
því albesta um áraraðir og sjaldan
hefur verið jafn mikil gróska í
sundinu sem á liðnu ári.
Árangur sameiginlegs átaks
Þar kemur margt til, ötult starf
áhugamanna og vilji framá-
manna sveitarfélaga að byggja
upp laugar og hlúa þá um leið að
sundinu sem almenningsíþrótt.
Stóraukin þjálfun og menntun
sundþjálfara hefur greinilega
skilað sér bæði í betri árangri og
fjölda þátttakenda.
Nýir sundstaðir hafa risið upp.
Aðrir hafa verið betrumbættir.
Aukið sundlíf hefur dafnað á
stöðum sem nánast voru óþekktir
fyrir sundiðkun.
Norrœna sundkeppnin 1984
200 metra sundkeppnin jók að-
sókn að sundstöðum og skapaði
áhuga í vissum tilfellum þó lítið
færi fyrir auglýsingum um
keppnina. Úrslit norrænu keppn-
innar urðu þau að Færeyingar
sigruðu og við urðum þar á eftir,
síðan komu hinar Norðurlanda-
þjóðirnar langt á eftir.
1. Færeyjar 1,271 sund á mann
2. ísland 1,021 sund á mann
3. Finnland 0,127 sund á mann
4. Noregur 0,117 sund á mann
5. Svíþjóð 0,028 sund á mann
6. Danmörk 0,003 sund á mann
Umhverfis jörðina
Færeyingar voru vel að sigri
sínum komnir og er engin minnk-
un að tapa fyrir þeim, þeir náðu
upp góðri stemmningu. Þrátt fyr-
ir allgóða þátttöku okkar náðum
við aldrei upp því sem til þurfti.
Talið var að við þyrftum að synda
2 hringi í kringum jörðina til að
sigra þá, eða 490,500 sund sem
eru 52,940 mílur. Við syntum
364,488 sund eða 39,404 mílur
sem er l'A hringur eða til Mel-
borne í Ástralíu á öðrum hring og
dugði það ekki til. Fullorðið fólk
og miðaldra tók nú meiri þátt en
oft áður — skólanemendur voru
tiltölulega lítið inní myndinni og
gerði það e.t.v. útslagið. En ég tel
að við megum vel við una því til-
gangurinn var líka sá að fá fólk al-
mennt meira til að iðka sund sér
til heilsubótar.
Glœsileg frammistaða
Sandgerðinga
í bæjakeppni var reiknireglan
sú að deila íbúatölu upp í fjölda
sunda.
Sundlaug Hvammstanga.
20
SKINFAXI