Skinfaxi - 01.02.1985, Qupperneq 26
U.M.F.K. en þeir tveir síðast
nefndu komust ekki á 6 manna
skrána þótt þeir köstuðu vel yfir
50 m. Unnar Vilhjálmsson, Unn-
ar Garðarsson og Sigurður
Matthíasson kasta vonandi 70 m
næsta sumar. Til þess hafa þeir
alla burði.
Vésteinn er góður í kringlu og á
eftir að gera enn betur þegar hann
mætir á ný til leiks sumarið 1986.
Annars vantar nýtt blóð í kringlu-
kastið því næstu menn eru orðnir
nokkuð þroskaðir og fáir ung-
lingar virðast stunda þessa íþrótt
af alvöru.
Helgi og Pétur, kúluvarpararn-
ir öflugu, sýndu ekki framfarir á
árinu og ollu mér nokkrum von-
brigðum. Þeir og aðrir taka sig
vonandi á og sýna hvað í þeim býr
næsta sumar.
Sleggjukastið á erfitt uppdrátt-
ar eins og stangarstökkið og
kenni ég aðstöðu og leiðbein-
endaskorti um.
Stökk
íslandsmet Unnars í hástökki
bar hæst. Hann er geysilega öfl-
ugur íþróttamaður og tel ég hann
eiga mesta möguleika í tugþraut,
vilji hann æfa þá grein.
„Gamli methafinn“ náði sér
ekki á strik en nú er hann reynsl-
unni ríkari og veit að hann nær
ekki toppárangri án metnaðar og
sjálfsögunar.
í heild er árangur hástökkvara
slakur, aðeins Unnar, Jón og
Guðmundur U.S.A.H., sem er 14
ára, sýndu verulegar framfarir.
Guðmundur er ekki á 6 manna
skránni.
Vindurinn lék stórt hlutverk í
lang- og þrístökki. Sigurvegarinn
í þeim greinum á landsmótinu,
Guðmundur Sigurðsson, er best-
ur í þrístökkinu en sú grein er því
miður á lágu plani. Helst má
vænta einhvers af þeim HSK
mönnum Jóni Arnari og Ólafi,
sem er aðeins 15 ára gamall og fór
yfir 13 m.
Sigurjón og Jón B. eru efnilegir
og bæta sig mikið í langstökkinu.
Guðmundur Sigurðsson átti
besta stökk ársins 7.23 m, en í of
miklum meðvind. Páll Kristins-
son og Jón Hilmarsson eru ungir
að árum og geta gert góða hluti
og tryggt sér sæti á 6 manna af-
rekaskránni næsta sumar.
Torfi er bestur í stönginni og
trúlega sá eini sem eitthvað æfir
þá íþrótt að ráði. Er best að hafa
sem fæst orð um þessa grein. En
íþróttaleiðtogum og áhrifamönn-
um skal bent á að stangarstökk
verður ekki æft nema aðstaða sé
fyrir hendi.
Tugþraut
Nær eingöngu HSK menn fóru
í gegnum tugþraut s.l. sumar.
Þótt árangur hafi ekki verið neitt
sérstakur er virðingarvert að
halda slíkt mót. Ég tel að Jón B.
Guðmundsson sé efnilegasti tug-
þrautarmaður landsins í dag.
Hann er gæddur því líkamlega og
andlega atgervi sem tugþrautar-
maður þarfnast, ætli hann sér
stóra hluti.
Mikils hefur verið vænst af
Gunnari s.l. ár og vonandi
blómstrar hann næsta sumar.
Þráinn var meiddur og íhugar nú
að leggja skóna á hilluna eftir við-
burðaríkan feril.
Konur
Spretthlaup
Svanhildur var sterkust á
sprettinum. Hún var óheppin að
bæta sig ekki í 100 m, hljóp þeim
mun betur 200 m. Helga bætir sig
hægt en örugglega. Unnur Stef-
áns var sterkari en ’83 og virðist
vera að færa sig meira yfir í
800—1500 m. Valdís er komin í
Helga Unnarsdóttir.
UMSE aftur og styrkir liðið mik-
ið. í heild þokast spretthlauparar
í rétta átt en betur má ef duga
skal.
Millivegalengdir
(800—3000)
Unnur var best í millivega-
lengdum og sýndi mikla keppnis-
hörku á árinu. Sólveig USAH og
Lillý UIA eru efnilegar. Sólveig
kom fyrst fram á þessu ári. Hún
var best í 3000 m. Árangur fer
batnandi í þessum greinum og er
vonandi að stelpurnar æfi vel, þá.
geta þær orðið góðar.
Grindahlaup
Árangur í grindahlaupunum
var lélegur. Fá ungmennafélög
hafa aðstöðu til að æfa grind og
þeir sem aðstöðu hafa notfæra
sér hana ekki nógu vel.
Boðhlaup
Boðhlaupin voru léleg og er
það kynlegt því mörg félögin og
samböndin hafa góðum einstak-
lingum á að skipa. Sveitir á borð
við UMSK, UMSE og HSK eiga
að geta hlaupið 4x100 á 47—49
sek. og 1000 m á 2:17—2:20 með
samæfingu og skynsamlegri upp-
stillingu.
26
SKINFAXI