Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.1985, Page 27

Skinfaxi - 01.02.1985, Page 27
iris Gröníeldt. Köst Mikil gróska er í köstunum og bjart framundan. íris G. UMSB ber höfuð og herðar yfir aðra kastara og er á réttri leið. Helga Unnarsdóttir UÍA kom vel út á árinu en á mikið inni. Sama má segja um Soffíu Gestsdóttur. Með bættri tækni geta framfarir orðið enn meiri næsta ár. Mest á óvart komu að mínu mati Guðbjörg Gylfadóttir USAH í kúluvarpi og Sólveig Svanhildur Kristjónsdóttir. Guðjónsdóttir HSK í spjótkasti. Þótt breidd sé talsverð í köstum virðist algengt að stúlkurnar staðni áður en þær geta talist góð- ar. Aðeins íris hefur náð að sprengja sig út úr meðalmennsk- unni og vona ég að fleiri fylgi á eftir. Stökk Um afturför var að ræða í há- stökki enda þurftu stúlkur nr. 2 og 3 í þessari grein í fyrra að sinna móðurhlutverki sínu. Er vonandi að þær taki þráðinn upp að nýju næsta sumar. Inga Úlfsdóttir UMSK, Kristín Gunnarsdóttir HSK, sem er aðeins 15 ára, Dag- björt Leifsdóttir HVÍ og Sigríður Guðjónsdóttir HSK eru í fram- för. Þórdís UÍA var nokkuð frá sínu besta en samt langbest með 1.70. Svanhildur UMSK og Birgitta HSK stukku báðar 5.43 m í lang- stökki. Svanhildur átti ógilt stökk sem mældist 5.69 m. Þær eru báðar í framför og virðist Birgitta bæta sig í öllum greinum nema þeirri sem hún æfir fyrir, þ.e. spjótkastinu. Hafdís UMSK er aftur farin að keppa, líka Ingi- björg Ivarsdóttir sem bætti sig reyndar í hástökki. Átaks er þörf í stökkgreinun- um því þær eru á lágu plani. 7 þraut Aðeins Birgitta og Svanhildur fóru í gegnum sjöþraut. Árangur Birgittu er þokkalegur og ætti hún að geta farið yfir 5000 stig næsta sumar. Engin stúlka leggur aðaláherslu á sjöþraut og er það miður. Lokaorö Innan UMFÍ eru nokkrir af bestu íþróttamönnum landsins og einn á heimsmælikvarða. Margir SoffíaR. Gestsdóttir. þessara snjöllu íþróttamanna æfa við góðar aðstæður utanlands samhliða námi. Aðstöðuna sem við höfum upp á að bjóða innan- lands þarf að bæta. Sérstaka áherslu þyrfti að leggja á þær greinar sem árangur er hvað lak- astur í. Með skipulagðri upp- byggingu frjálsra íþrótta heima í héruðum aukast líkurnar á því að fleiri toppmenn komi fram og verði þjóð sinni og sjálfum sér til sóma. Birgitta Guöjónsdóttir. 27 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.