Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.02.1985, Side 35

Skinfaxi - 01.02.1985, Side 35
undum áhugafólks eldri og sem mest er vert einnig yngri félag- anna um land allt. Nú þegar Ármann Pétursson er horfinn úr hópi okkar þakka ég af heilum hug ánægjulegt sam- starf við hann og ber fram þá ósk, sem ég veit að er minningu hans best samboðin varðandi þennan þátt í Iífsstarfi hans, sem ég hef hér getið, að ungmennafélögin megi bera gæfu til að eignast inn- an sinna vébanda sem flesta hon- um líka. Við hjónin vottum ekkju hans og fjölskyldu okkar dýpstu sam- úð. Ég veit að hann var ástríkur heimilisfaðir og þau hafa mikils misst við fráfall hans. Hjá okkur öllum, sem honum kynntumst, mun minningin um góðan dreng vara. Axel Jónsson Landsmótsnefndin 1957. Ritsljóiaskipti Um síðustu áramót lét Ingólfur A. Steindórsson af störfum rit- stjóra Skinfaxa og hafði þá unnið við blaðið í þrjú ár. Skinfaxi tók ýmsum breytingum í ritstjórnar- tið Ingólfs, m.a. var þá farið að prenta kápu hans í lit. Ingólfi eru hér með færðar þakkir fyrir far- sæl störf sín. Nú hefur Guðmundur Gisla- son verið ráðinn ritstjóri blaðsins og er þetta fyrsta blaðið sem kem- ur út undir hans stjórn. Guðmundur er íslenskum ung- ntennafélögum að góðu kunnur fyrir margvísleg störf í hreyfing- unni. Guömundur Gíslason. Guðmundur er fæddur í Reykjavík 1954 og starfaði í Knattspyrnufélaginu Víking frá unga aldri en 1974 flytur hann á Eskifjörð og verður fljótlega for- maður Ungmennafélagsins Austra og þar með má segia að störf hans innan heyfingarinnar hefjist. Síðar var Guðmundur í stjórn UÍA. Guðmundur útskrifaðist úr íþróttakennaraskóla Islands vor- ið 1980 og hefur síðan verið íþróttakennari á Eskifirði þar til nú í haust. Þær íþróttagreinar seip Guð- mundur hefur helst lagt lið sitt eru handknattleikur og knatt- spyrna (auk þess sem hann er gamall Landsmótskeppandi í starfsíþróttum). Við bjóðum Guðmund vel- kominn til starfa við blaðið og óskum honum góðs gengis. S.G. SKINFAXI 35

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.