Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1985, Blaðsíða 36

Skinfaxi - 01.02.1985, Blaðsíða 36
BAlþjóöaór œskunnar Guðmundur Guðmundsson Ákvöröun S.Þ. Ákvörðun um Alþjóðaár æsk- unnar má rekja aftur til ársins 1977, en þá var á vettvangi Sam- einuðu þjóðanna samþykkt að mæla með því við allsherjarþing- ið. Árið 1979 samþykkti svo 34. allsherjarþing S.Þ. að helga æsku- fólki um allan heim árið 1985. Samþykktin kvað á um að kjörorð æskulýðsársins skuli vera: Þátt- taka — þróun — friður. ísland var eitt þeirra fjölmörgu ríkja sem stóðu að þessari samþykkt. Árið 1980 skipaði 36. allsherj- arþing S.Þ. sérstaka ráðgjafar- nefnd til að vinna að undirbúningi og framkvæmd æskulýðsársins. 24 ríki eiga sæti í ráðgjafarnefnd- inni, en hún hefur aðsetur í Vín. Auk hinna þriggja kjörorða æsku- lýðsársins, þátttaka — þróun — friður, hefur ráðgjafarnefndin bent sérstaklega á fjögur önnur verkefnasvið. Þau eru: — Atvinnumál æskufólks. — Húsnæðismál æskufólks. — Frístundamál æskufólks. — Æskufólk og vímuefni. íslenska íramkvœmdaneíndin í ársbyrjun 1983 skipaði þáver- andi menntamálaráðherra, Ingvar Gíslason, nefnd til þess að undir- búa og vinna að framgangi æsku- lýðsársins hér á landi. Formaður nefndarinnar er Níels Árni Lund æskulýðsfulltrúi ríkisins. Hlut- verk nefndarinnar er að kynna þeim aðilum sem að æskulýðs- málum vinna, markmið og verk- efni æskulýðsársins. Þannig er meginhlutverk nefndarinnar: — að kynna æskulýðsárið, — að miðla upplýsingum, — að hvetja til þátttöku, — að stuðla að samræmingu á innlendu starfi, — að hafa tengsl við samsvarandi nefndir í öðrum löndum, svo og ráðgjafarnefnd S. Þ. Þess gætir allt of oft um al- þjóðaár S.Þ. að raunhæf verkefni og árangur vill kafna í funda- og ráðstefnufargani, bæði á alþjóða- vettvangi og innan þjóðlanda. Þetta vill framkvæmdanefnd æskulýðsársins hér á landi forðast en í stað þess leggja áherslu á eftir- farandi stefnu: 1. Verkefni æskulýðsársins hér á landi taki mið af islenskum að- stæðum og þörfum íslenskrar æsku. 2. Áhersla á kjörorð æskulýðs- ársins: Þátttaka — þróun — friður. 3. Áhersla á fyrrgreind fjögur verkefnasvið: Atvinna — hús- næði — frístundir — vímuefni. 4. Áhersla á starf á vettvangi æskufólksins sjálfs. 5. Sem flestir þeir aðilar er að æskulýðsmálum vinna velji sér einhver verkefni á þeim vett- vangi sem þeir helst kjósa sér. 6. Æskufólkið sjálft verði virkt í vali verkefna og starfi að fram- kvæmd þeirra. 7. Framkvæmdanefndin fái upp- lýsingar um öll slík verkefni. Þátttaka ungmennafélaga Á æskulýðsári verður vafalaust litið til ungmennafélaganna með frumkvæði og starf í þessum efn- um, enda falla kjörorð og verk- efnasvið æskulýðsársins vel að til- Glaölegt ungt fólk. 36 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.