Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1985, Blaðsíða 37

Skinfaxi - 01.02.1985, Blaðsíða 37
gangi og markmiðum ungmenna- félagshreyfingarinnar. Ungmennafélag íslands hefur nú þegar ákveðið nokkur verkefni og er þeirra getið á öðrum stað í blaðinu. Skógræktarverkefnið, þar sem áformað er að planta 26 þúsund trjáplöntum er, stórt verk- efni og verður ekki gert nema með þátttöku fjöldans. Með verkefn- inu „Eflum íslenskt“ og baráttu fyrir kaupum og notkun á inn- lendri framleiðslu geta ung- mennafélagar stuðlað að sköpun margra nýrra atvinnutækifæra sem nú vantar fyrir það æskufólk sem senn leitar út á atvinnumark- aðinn. Með slíkri baráttu getur æskufólk haft mikilvæg áhrif á þróun þjóðfélagsins. Hvers vegna œskulýösár? En verður það málefnum æsku- fólks til framdráttar að helga því sérstakt baráttuár? Er staða ís- lenskrar æsku það slæm að hún þurfi á sérstöku baráttuári að halda? Ákvörðun um alþjóðaár æskunnar hefur væntanlega ekki verið tekin með þarfir íslenskrar æsku í huga, heldur þess æsku- fólks víða um heim sem býr við verulegt réttleysi, ófrið og vonleysi um framtíð sína. En jafnvel þó íslenskt æskufólk búi við góðar aðstæður miðað við jafnaldra sina víða annarsstaðar, er full ástæða til þess að hvetja það til að gera sér grein fyrir stöðu sinni, vandamálum og möguleik- um á æskulýðsári. Einnig að nýta tækifæri sin og samtakamátt til þess að hafa áhrif á þróun þjóðfé- lagsins — þess þjóðfélags sem ís- lensk æska mun taka við og lifa og starfa í. Guðmundur Guðmundsson Leikritasafn UM.F.Í. Leikritasafn U.M.F.Í. er orðið allmikið að vöxtum, en á liðnu ári hefur lítil hreyfing verið á útlán- um. Eigendur safnsins eru öll ung- mennafélög landsins og notendur eru nú orðnir á þriðja hundrað, bæði félög, klúbbar, einstaklingar og skólar. Um þessar mundir er safnið í núverandi mynd 15 ára. En fyrr á árum var U.M.F.Í. með allviðamikið leikritasafn sem var stöðugt í útláni. Skinfaxa þykir rétt að minna með örfáum orðum á allt það efni, leiki og stutta leikþætti sem þar er að fínna og er mest við hæfi barna. Mörg félög og skólar hafa á undanförnum árum notfært sér safnið sem stofnað var af mikilli framsýni á sínum tíma. Eftir að safnið var aflögufært með efni, sýndi það sig líka að börfin var mikil og eftirspurn eftir skemmtiefni bæði á árshátiðar og minni samkomur, var sífellt fyrir hendi. Það efni sem nú er til hefur ver- ið ljósritað af ýmsum aðilum og er það vel. Ef til vill af þeim orsökum er minna um útlán og eftirspurn úr safninu sjálfu. Öðru hvoru bætast alltaf við þættir sem fengur er í, og þeir sem hugsa sér nú að nýta sér þessa þjónustu frá þjónustumiðstöð U.M.F.Í. ættu óhikað að hringja og panta upplýsingamöppu um allt það sem til er. Þá væri líka vel þegið að fá stutta leikþætti frá þeim sem eiga slíkt ekki er til í safninu nú þegar. þegar. Við fjölföldum síðan og miðl- um til félaga og þeirra sambanda sem áhuga hafa á. Möppur meö leikritasafninu. SKINFAXI 37

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.