Skinfaxi - 01.02.1985, Side 38
Félagsmólaskóli
U.MJÍ
Eyjólfur Árni Rafnsson
Félagsmálaskóli U.M.F.Í. var
stofnaður 1. febrúar árið 1970, og
er því 15 ára á þessu ári. í því til-
efni er ekki úr vegi að líta til baka,
huga að hvað áunnist hefur, hvað
betur hefði mátt fara og leggja
þannig grunn að því, hvernig best
verði staðið að fræðslu- og út-
breiðslumálum á hans vegum i ná-
inni framtíð. Það er ætíð gott fyrir
þá sem að félagsmálum vinna, að
málefnaleg gagnrýni sé viðhöfð á
þeirra störf, en því miður hefur lít-
ið farið fyrir slíkri gagnrýni á störf
skólans, a.m.k. hin síðari ár. Frá
því að fyrsta námskeiðið var hald-
ið á vegum skólans, í iþróttaskóla
Sigurðar Greipssonar í Haukadal
21—22. febr. 1970, hefur mikið
vatn til sjávar runnið, og miklar
breytingar orðið á starfsemi ung-
menna- og íþróttafélaga í landinu.
Um þetta leiti efldust víða um
land mörg félög og sambönd
þeirra og var þar mikið starf unn-
ið. Hvarvetna voru haldin nám-
skeið í félagsstörfum, og ekki er
vafi að þau áttu drjúgan þátt í því
að efla starfsemi félaga innan
U.M.F.Í., og gera samtökin að
þeirri fjöldahreyfingu sem hún er
í dag. Því er óhætt að segja, að
einn megin þátturinn í starfsemi
Félagsmálaskólans hafi verið til
þessa uppbyggingarstarf. Svo mun
auðvitað verða áfram, en annar
þáttur kemur til með að verða æ
virkari í starfi skólans, og hann er
sá að viðhalda því sem áunnist
hefur, og sjá svo um að ekki
slakni á.
Nú undanfarið hefur þeim er
þetta ritar virst svo, að almennur
skilningur væri ekki fyrir þessu.
Það mat er of oft lagt á starf skól-
ans, að halda þurfi ákveðinn
fjölda námskeiða á ári hverju til
að hann risi undir nafni. Þetta er
alrangt. Eftirspurn eftir t.d. nám-
skeiðum á grunnstigi hefur farið
minnkandi, vegna þess að þörfin á
þessu námsefni er ekki eins mikil
nú og áður því það er búið að
„plægja það stóran hluta af akrin-
um“, en þörfin verður samt áfram
fyrir hendi að einhverju marki.
Eftirspurn eftir sérhæfðu náms-
efni, hefur hins vegar vaxið held-
ur, en ekki nóg, og það er málefni
sem þarf að hugsa um.
í svo stórum samtökum sem
U.M.F.Í. eru, þarf að vera stöðugt
í gangi kynning á starfi þeirra. Sú
kynning er í gangi, því stjórnar-
menn og fleiri á vegum U.M.F.Í.
fara á ársþing eða aðalfundi hjá
hverju einasta sambandi eða að-
ildarfélagi einu sinni á ári, og er þá
sagt frá þeirri þjónustu sem veitt
er frá Mjölnisholti 14, og þar á
meðal Félagsmálaskólanum.
Staðreyndin er sú að allflestir vita
um þessa fjölbreyttu félagsmála-
fræðslu og gagnsemi hennar. Af
hverju er þá ekki meiri eftirspurn?
A stjórn skólans að stunda ein-
hvers konar sölumennsku á nám-
skeiðum, og ákveða hverjir hafa
þörf á félagsmálafræðslu á hverj-
um tíma? Verða ekki einstök félög
og/eða sambönd að finna þörfina
sjálf?
Undirritaður ætlar ekki að
svara þessum spurningum í þess-
um greinarstúf, það verður gert
seinna, en hvetur til umræðu um
þetta hér á þessum vettvangi, það
er virkilega þörf á því.
Með von um góðar undirtektir.
ísland allt.
Eyjólfur Árni Rafnsson.
Frá félagsmálanámskeiöi.
38
SKINFAXI