Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.06.1985, Page 16

Skinfaxi - 01.06.1985, Page 16
Útisamlcomur eru afreksverk ,. Sigurjon Bjarnason Það vorar. Brátt er sumarið komið með sólskinsdögum sínum og regnskúrum. Veður gerast blíð, þó oft sé kvartað undan raka í lofti. Hreyfing kemst á Frónbúann. Hann tekur sig upp með fjöl- skyldu sína í útilegu eða heim- sækir ættingja á fjarlægu lands- horni, spígsporar um fjöll og firnindi eða með sjó fram, eða þá hann skreppur út fyrir pollinn í fróðleiks- og ævintýraleit. Ungt fólk fer gjarnan í stærri hópa. Alls konar skemmtiferðir, skóla- og íþróttafélög eru vinsæl, flykkst er á dansstaði og úti- samkomur. Af öllu framantöldu þykir þó ekkert sérstakt frásagnarvert nema það síðast talda, þ.e. úti- samkomurnar. Þegar sýnt þykir að æskan muni fjölmenna á einhverja til- tekna útiskemmtun, setja frétta- menn sig í stellingar. Fylgst er í of- væni með umferðinni, haft stöð- ugt samband við lögreglu á við- komandi svæði, og forvígismenn samkomunnar yfirheyrðir reglu- lega. Dagskráin, sem oft er mjög vel undirbúin og hefur kostað mikla vinnu og peninga verður hins vegar ærið oft aukaatriði, að ég tali nú ekki um þau samtök sem að baki þessum viðburðum standa. Þar eru menn oft engu nær. Spurningar eins og þessar: „Hvernig fæst allur þessi mann- skapur til að undirbúa og halda 1. stk. útiskemmtun? Hvaðan kem- ur það hugvit sem þarf til að skipuleggja allt þetta starf?“ Heyrast sjaldan. Oft er reynt að grafast fyrir um hagnað eða halla af slíkum sam- komum, og þá reynt að koma þeim tölum sem hæst, hvort sem þær eru í plús eða mínus. En hinu er látið ósvarað: Hvert rennur ágóðinn ef einhver er? Til hvaða verkefna? í þágu hverra? Já, þeir sem að fréttum leita kafa djúpt eftir sannleikanum, auk þess sem hann verður á stundum aukaatriði, sérlega þeg- ar tíunda skal eitthvað sem aflaga fer, sem geta út af fyrir sig oft orð- ið býsna alvarleg sannindi. Mig langar í þætti þessum að bregða örlitlu ljósi á „bakhlið“ þess sem í hugum margra mætra manna heitir fylliríssamkomur ungmenna. Veröug viöíangsefni þróttmildllar æsku „Maður er manns gaman“ seg- ir máltækið, og á ekki síst við um yngri kynslóðina. Hjá henni fyr- irfinnst því rík þörf til að hittast, gleðjast saman, starfa að sameig- inlegum áhugamálum. íþróttir eru einkar vel fallnar til að svala þessum þörfum. Talað er um skiptingu íþrótta í líkamlegar og andlegar greinar. Oftast fer þetta þó saman. Til að falla vel inn í knattspyrnulið þarf einstaklingurinn að hafa verulega vitsmuni og samstarfshæfileika til að bera. Einnig er sannað að t.d. skákmönnum er brýn þörf á því að vera vel á sig komnir líkam- lega, ef árangur á að nást. Allt íþróttafólk setur sér háleit markmið. Það vill stuðla að vel- gengni sinni á sem flestum svið- um og skynjar sín samtök, 16 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.