Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.06.1985, Page 18

Skinfaxi - 01.06.1985, Page 18
Skákþáttui Kaspaiov mátaöi Hubnei í Hamboig Jón L. Árnason Aðeins nokkrum dögum eftir að einvíginu langa í Moskvu var hætt fréttist af öðrum keppandan- um austur í Siberíu. Skákunnend- um brá óneitanlega við þá fregn og hugðu sumir ekki allt vera með felldu en síðar kom á daginn að verið var að tefla. Garrí Kasparov var mættur fyrir félag sitt frá heimabænum Bakú og munaði ekki um að taka eina létta til við- bótar við þær fjörutíu og átta sem hann tefldi við Karpov á fimm mánuðum. Forseti alþjóðaskáksambands- ins, Campomanes, ákvað að hlífa þeim félögum við frekari vopna- viðskiptum og bar við að einvígið væri þegar orðið allt of langt og þrek keppenda á þrotum. Þetta var umdeild ákvörðun. Mörgum fannst hann draga taum Karpovs, sem var sagður aðframkominn af þreytu og búinn að missa fimm — núll forskot niður í fimm — þrjú. Aðrir töldu Campo hafa brugðist rétt við, því að verið væri að tefla um heimsmeistaratitil í skák en ekki að kanna þrek manna. Það var líkt Kasparov að fara austur til Síberíu og sýna skák- heiminum að hann væri enn til í tuskið og óþreyttur. Kasparov er enda þrekmenni, hleypur og syndir á hverjum degi og drekkur sterkt Kákásuste milli æfinga. Karpov liggur enn í dvala eftir ein- vígið en Kasparov teflir eins og ekkert hafi í skorist. Nú síðast fór hann í víking til Hamborgar og 18 tefldi æfingaeinvígi við V.-Þýska stórmeistarann Robert Hubner upp á sex skákir og fyrirhugað er einvígi við sænska stórmeistarann Ulf Andersson í Belgrad. Allt lið- ur í þjálfuninni fyrir heimsmeist- araeinvígi númer tvö, sem hefst í Moskvu 20. september. Einvígið við Huber var haldið fyrir tilstuðlan tímaritsins Spiegel og auðvitað var Kasparov gripinn glóðvogur í leiðinni og tekið við hann viðtal. Hann er bersögull um afdrif einvígisins i Moskvu og vandar Campomanes ekki kveðj- urnar. Hann segir að Campo hafi komið með þá tillögu er Kasparov var að rétta sinn hlut og staðan orðin 5—2, að átta skákir yrðu tefldar til viðbótar og ef hvorugur væri þá kominn með tilskylda 6 vinninga yrði hætt og teflt aftur í september. „Það gat ég ekki sætt mig við, enda hefði ég þá þurft að vinna aðra hverja skák“. Kasparov segist hafa slengt þvi fram, að ef Campo vildi endilega slíta einvíg- inu, væri nær að gera það strax. Þar með var hann sjálfur talinn eiga hugmyndina að því að hætta. Hubner náði aðeins þremur jafnteflum í einvíginu en tapaði þremur. Miðað við gang skákann hafði hann þó átt að fá fleiri vinn- inga. Var með betri stöðu í öllum jafnteflisskákunum, tapaði einni jafnteflisstöðu (4. skákin) og tví- sýnni stöðu í 2. einvígisskákinni. Úrslitin 4,5—1,5. Besta skák Kasparovs og raunar sú eina sem var verulega sannfærandi, var 1. skákin. Þar tókst honum að sýna klærnar í líflegu tafli. Hvitt: Robert Hubner Svart: Garrí Kasparov Enskur leikur. I.c4 e5 2.Rc3 d6 3.d4 exd4 4.Dxd4 Rf6 5.g3 Rc6 6.Dd2 Be6 7.Rd5 Nauðsynlegt, því að ef 7.b3, þá 7.—d5! og svatur nær frumkvæð- inu. 7.-Re5 8.b3 Re4 9.De3 Rc5 Byrjanabækur gefa 9.-c6 10.Dxe4 cxd5 ll.cxd5 Da5 + 12.Bd2 Bxd5 13.Df4 og hvítur stendur betur. Ég sá textaleikinn fyrst í skák Smejkal við Rogoff í B-flokki á IBM-skákmótinu í Amsterdam 1980. Sú skák hefur ekki farið víða. 10.Bb2 c6 11. Rf4? SICINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.