Skinfaxi - 01.06.1985, Blaðsíða 25
Framkvœmdastjóra-
námskeid crð Núpi
Dagana 7. 8. og 9. júní s.l. var
haldið að Núpi í Dýrafirði nám-
skeið fyrir starfsmenn ungmenna-
félaganna.
Allgóð þátttaka varð, en að
Núpi hittust 20 félagar frá 12 hér-
aðssamböndum. Farið var yfir
alla verkþætti sem tilheyra starfi
ungmennafélganna s.s. sumar-
búðastarfið, skógrækt, fjármál og
tekjuöflun, héraðshátíðir, íþrótta-
starfið og samskipti við ung-
mennafélaga á norðurlöndunum
o.fl. o.fl.
Auk þess var efnt til „Núps-
leika“ svo þátttakendur gætu
haldið sér í formi. Keppt var í
knattspyrnu, körfubolta, blaki og
sundi og skipt í vestur-suður- og
noðurlandslið. Þá var farið í
göngu- og skoðunarferðir um ná-
grennið s.s. í Skrúð og viðar.
(Skrúður er fagur skógræktarreit-
ur á Núpi).
Myndirnar hér á siðunni sína
þátttakendur í leik og starfi og
segja meir en mörg orð.
Námskeiðið tókst í alla staði
mjög vel og talið með því betra
sem haldið hefur verið og voru
menn/konur vígðir allhressilega
inní hreyfinguna svo eftir var tek-
ið.
Eins og títt er um svona viðdvöl
og samveru koma fram margar
hugmyndir og vísur fæðast eins og
á færibandi.
Farið var með rútu og félagar
tíndir upp á leiðinni. Gert var ráð
fyrir að Flelga framkv.stj. UDN
hiði við kaupfélagið i Saurbæn-
um.
í kaupfélagi munum taka tökum
tápi prýdda unga dalamær.
Síðan eins og andskotinn
við ökum
alla leið á Núp í vestri fjær.
I fótboltakeppninni reyndist
þessi „tápi prýdda“ knáust allra
enda fékk hún verðlaun fyrir best-
an leik. Þá kom þessi:
Stefnumótið nú er löngu liðið
reyndist þarna boltakona frá.
Á Egils Heiðars enni setti miðið
af afli knöttinn sendi og kappinn
lá.
Margar fleiri fæddust en vegna
birtingatregðu ritstj. og plássleysis
lærðu menn þær bara utanað og
verða ekki fluttar nema munn-
lega.
Margrét, Þóra og Sofíía.
'tW 1 ív
1 xflf ■ Jf § W
Hópurinn viö farkostinn.
SIQNFAXI
25