Skinfaxi - 01.06.1985, Qupperneq 30
Valur
tóbaksnautnarinnar
Siguröui Áinason
Nútímamenn vita að það er
óhollt að reykja. Áróðurinn gegn
reykingunum fer vaxandi og er
eðlilegur því reykingamenn deyja
unnvörpum fyrir aldur fram og
greiða þannig dýru verði nautn
sina. Talið er að í Bandaríkjunum
deyi á ári hverju 300.000 (þrjú-
hundruð þúsund!!!) manns fyrir
aldur fram af völdum reykinga.
Við Islendingar erum 1000 sinn-
um færri en Bandaríkjamenn og
þar með er sambærileg tala meðal
íslendinga um 300 manns. En þar
eð íslenskir karlmenn reykja að
jafnaði minna en bandarískir þá
er valur tóbaksnautnarinnar
sennilega nokkru minni hér á
landi.
En þrátt fyrir vaxandi þekk-
ingu og áhuga heilbrigðisyfir-
valda á vandamálum, sem af
tóbaksnautninni stafa, þá er enn
langt i land að þeim sé sinnt sem
skyldi. Þannig verða hjákátleg í
smæð sinni það fjármagn og sá
mannafli sem vinnur gegn tóbak-
inu t.d. miðað við ógrynni liðs og
fjár, sem fer í umferðarfræðslu og
slysavarnir. Þó deyja ári hverju 6
sinnum fleiri fyrir aldur fram af
völdum tóbaks en látast af slys-
Hættuleg efni
í tóbaksreyk
Þúsundir efnnsambandn eru i tnbaks-
reyk. m. a. elni þnu sem upp eru talin hér á eftir og ýmist er fullvist. líklegt talið eða mögulegt að stuðli að skaðlegum áhrifum reykinga. (Hér eru slik efni pö ekki tæm- andi talin). Langflest cr pau að finna á skrá Oryggiseftirlits rikisins um markgildi fyrir hættuleg efni og citurefni i andrúmslolti á
vinnustöðum.
Acetaldchyð Formaldehyð
Acrylonitril Hydrazin
Akrblein Kadmium
Ammoniak Kolsyrlingur
Benspyren Kresól
Blasyra Kotnunarelnisoxið
Brennisteinsvctni Nikkelsambond
Catechol Nikótin
DDT Pyridin
Oimetylnitrosamin ..T(ara"
Endrin Uretan
fenol Vmylklorið
förum hér. Með þessu er ég að
sjálfsögðu ekki að gera lítið úr
mikilvægi slysavarna, fjarri fer
því. Þær þarf fremur að auka en
minnka.
Stjórnmálamönnum og fjár-
málamönnum er tíðrætt um
„ágóðan af tóbakseinkasölu
ríkisins“, og einblína á sjóð
ÁTVR og sjá hvernig þeir aukast
eftir því sem tóbaksnautamenn
stunda naut sína ákafar. Sjö-
hundruð milljónir króna komu í
sjóðinn á síðasta ári.
En er ágóð af tóbakssölu?
Bandaríkjamenn hafa reiknað út,
að aukakostnaður heilbrigðis- og
félagsmála við hvern sígarettu-
pakka sem reyktur er er um 110
cent eða um 45 krónur íslenskar.
Sígarettupakkinn kostar nú að
jafnaði um 70 kr. og 25% er inn-
kaupsverðið. Ágóðinn í ÁTVR
tapast því í heilbrigðiskerfinu og
drjúgt meira.
En það sem meira er, eiturverk-
anir tóbaksnautnarinnar bitna
ekki einungis á þeim sem nautn-
ina stunda. Fóstur reykjandi
mæðra þroskast að jafnaði verr í
móðurkviði, eru léttari við fæð-
ingu og gengur ver gegnum fæð-
inguna (þ.e. meiri hætta á að
barnið deyi í sambandi við fæð-
inguna). Fósturlát eru algengari
meðal kvenna sem reykja um
meðgöngutímann. Ef móðir (for-
eldrar) reykir á heimili og innan-
um börnin þá aukast líkur til
muna á því að börnin fái öndun-
arfærasjúkdóma og eyrnabólgur.
Einnig er mun algengara að börn
reykingafólks fari að reykja þegar
fram líða stundir.
Konur sem eiga sér eiginmenn
sem reykja, hafa hærri tíðni á
berkjubólgu og lungnakrabba-
meini enda þótt þær reyki ekki
sjálfar.
Og þannig mætti lengi telja.
Það er því augljóst að reyking-
ar eru ekki einkamál þeirra sem
reykja. Þær bitna bæði á heilsu-
fari og fjárhag annarra. Sam-
félagið á því með fræðslu og regl-
um að takmarka reykingar að
fremsta megni, og iniða að því að
tóbaksreykingar verði jafna
sjaldgæfar og fráhrindandi og
notkun annarra fíkniefna.
30
SKINFAXI