Skinfaxi - 01.10.1986, Qupperneq 10
við þessir strákar úr Vogaskóla vorum
með í því. Ef Valur hefði tekið vel í
þetta þá hefði ég loksins komist í Val.
Fyrst var þessi blakiðkun hjá mér bara
auka, en þegar ég var búinn að stunda
þetta í dálítinn tíma lét maður
knattspyrnuna víkja.
Hvenær vinnurðu þinn fyrsta titil í
íþróttum?
- Tekurðu Haustmót í knattspyrnu
gilt? Nú það var með Þrótti í yngri
flokkunum í knattspymu, og skoraði ég
bæði mörkin í úrslitaleik í 2. fl. Síðan
vann ég næst titil með Þrótti í blaki
1977, en þá urðum við íslands-
meistarar. Ég er búinn að vera íslands-
meistari átta síðustu árin í röð, 1979 og
1980 með Umf. Laugdælum og síðan
með Þrótti. Það er svolítið skondið
með þennan bikar fyrir íslandsmótið, að
ég er eini maðurinn ennþá sem tekið
hefur á móti honum frá upphafi, því
hann var gefinn 1979 en þá var ég
fyrirliði Umf. Laugdæla og síðan
Þróttar. Ég fer nú að hætta að burðast
með hann á hverju vori bara til að fara
með hann heim aftur.
Hvaða lið telurðu vera það
sterkasta sem þú hefur leikið með í
blaki?
- Það er sennilega liðið sem ég lék
með í Noregi, en héma heim er það
Leifur með hluta tækjakosts kvikmynda-
fyrirtækisins, en það hét og heitir
OLLA-film tf.
líklega Þróttarliðið í dag og svo lið
Umf. Laugdæla 1978-80. Annars er
mjög erfitt að gera uppá milli þessara
liða.
Leifur er það satt sem Atli
Eðvaldsson sagði mér, að hann hefði
komist í landsliðið í blaki hefði hann
haldið áfram?
- Já alveg örugglega! Því ég var þá
orðinn landsliðsþjálfari. Annars var Atli
bara nokkuð liðtækur í blaki þó hann
hefði ekki stundað þessa íþrótt fyrr en
hann kemur á Laugarvatn. Hann var það
sterkur líkamlega og hefur "mikinn
bolta í sér" þannig að það gekk vel að
þjálfa hann til.
En hefurðu ekki keppt í öðrum
greinum íþrótta?
Jú! Ég keppti einu sinni á
héraðsmóti þegar ég þjálfaði Umf.
Snæfell í Stykkishólmi. Þetta mót var
haldið að Breiðabliki og keppti ég í
1500 m. hlaupi og í stangarstökki. Það
var í keppninni í stangarstökki að ég
var að fara yfir rúma þrjá metra að ég
stöðvast beint fyrir ofan rána og
sveiflast svo til hliðar og dett á aðra
súluna sem var uppá skólaborði. Við
þetta fall braut ég í mér nokkur rifbein
og hafnaði í 3. sæti. Þannig að ég lagði
mikið á mig til að ná í stig fyrir
félagið. Það var þó verst við þetta allt
saman að þegar ég átti að taka við
verðlaunum kom í ljós að ég var
ólöglegur í keppninni þar sem gleymst
hafði að skrá mig í mótið. Svo þau stig
sem ég hafði halað inn fyrir Snæfell
töldust ekki með.
Þú hefur líka komið fram sem
skemmtikraftur.
- Jú aðeins. Þetta byrjaði nú
eiginlega á Laugarvatni með því að ég
og Jakob Þór Pétursson í KR fórum að
skemmta á kvöldvökum og var Atli
með okkur þá. Svo einhverju sinni var
Jakob beðinn um að skemmta á
árshátíð KR og bað mig um að aðstoða
sig við það. Þannig fór þetta að vefja
utan á sig og var farið að biðja okkur
um að skemmta á hinurn og þessum
árshátíðum. Við skemmtum á nokkrum
slíkum og gerðum mikla lukku að ég
held fyrir utan einu sinn, en þá fór allt í
steik. Þannig var að við áttum að
skemmta á tveimur stöðum þetta kvöld
og gekk mjög vel á fyrri staðnum, en er
við komum á þann seinni sem var
árshátíð hjá banka hér í bænum var
klukkan orðin rúmlega 12 og fólk búið
að sitja við borð sín frá kl. 7 og orðið
þreytt. Svo þegar við byrjum gekk allt
á afturfótunum. Bóbó átti að kynna
okkur á tveimur mínútum en það tók
Hér er Leifur að skemmta ásamt félaga
sínum Atla Eðvaldssyni.
hann 2o mínútur að gera það, og restin
var í svipuðum dúr. Við fengum líka
lítil viðbrögð úr salnum og við það
stressuðumst við og hættum svo í
miðri dagskrá til að bjarga því sem
bjargað varð og fengum mikið klapp
fyrir það. Eftir þessa skemmtun tókum
við okkur langt hlé frá skemmtana-
iðnaðinum. Það versta við þetta var, að
þetta var viðskiptabanki minn og þorði
ég ekki að koma nálægt honum í marga
mánuði á eftir og gerði öll mín
viðskipti í gegnum síma svo ég
þekktist ekki.
Þú hefur líka komið eitthvað
nálægt kvikmyndagerð.
- Já! Þegar ég var á ÍKÍ tókum við
okkur saman nokkrir félagamir og
gerðum tvær leiknar kvikmyndir um 15-
20 mín. hvora. Við fengum valinkunna
menn í aðalhlutverkin eins og Hinrik
Þórhallsson knattspyrnumann í KA, en
hann lék mjög eftirminnilega konungs-
son í myndinni og fékk upp frá því
viðurnefnið "•Kóngsi ", Þá lék Torfi
Magnússon körfuknattleiksmaður góða
náungann í myndinni en Atli Eðvalds
lék skúrkinn. Við fengum nú engin
verðlaun fyrir þessar myndir þó þær
væru mjög vel gerðar og fengju mikla
aðsókn eða um 40-50 manns.
Hverjir eru nú eftirminnilegustu
leikmennirnir úr blakinu?
- Þeir eru nú svo margir sem eru
eftirminnilegir. Þó held ég að Haraldur
Geir Hlöðversson sé sá eftirminni-
legasti, en hann er geysisterkur
blakmaður og mikill neglari og er einna
bestur þegar hann er sem reiðastur. Þá
10
Skinfaxi 5. tbl. 1986