Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1986, Blaðsíða 18

Skinfaxi - 01.10.1986, Blaðsíða 18
Nú fer að líða að mesta annatíma hljómplötuverslana sem og annarra verslana. Það verður ekki langt í það að jólasveinar verða í hverjum glugga og kaupmennimir eru sennilega famir að núa sér um hnefa. Poppfaxi hefur ákveðið að spá aðeins í hvað verður á boðstólum í hljómplötuverslunum um jólin. Heldur hljómplatan velli? Margir hafa spáð því að sala hljómplatna eigi eftir að fara minnkandi vegna þeirra fjölmiðlabyltingu sem nú er orðin staðreynd. Segja menn að fólk hafi ekki eins mikinn tíma til að hlusta á hljómplötur vegna fjölda sjónvarps- og útvarpsstöðva. Aðrir eru ósammála og segja að fólk hafi alltaf tíma til að setjast niður og hlusta á hljómplötu. Það verður fróðlegt að sjá hvort að hljómplatan heldur velli þessi jól. Það er ljóst að stæðstu hljómplötu- útgefendurnir ætla að halda að sér höndum um þessi jól. Það verða aðeins örfáir titlar sem þeir ætla að gefa út. Það verða sem sagt flytjendur sjálfir sem gefa sínar plötur út. Þegar þetta er skrifað er ljóst að listamenn eru tvístígandi um útgáfur sínar og erfitt er Björgvin Halldórsson að fá upplýsingar um hvort menn ætli að gefa út plötu fyrir jólin eða ekki. íslenskar útgáfur Grammið gefur út plötu með Bubba Morthens sem heitir "Frelsi til sölu". Skífan hefur ákveðið að gefa út plötu með Björgvini Halldórssyni. Einnig hemur út nýstárleg plata með Sinfóníuhljómsveit íslands sem hlotið hefur nafnið "í takt við tímann". Þar tekur Sinfóníuhljómsveitin klassísk íslensk popplög til meðferðar og á sú plata ömgglega eftir að verða vinsæl. Hér er farið að fordæmi Lundúnarsin- fóníunnar sem hefur gefið út fjórar svipaðar plötur undir nafninu "Classic rock". Steinar hf. gefur úr þrjár plötur. Jólaplötu sem nefnist "Jól alla daga". Söngvarar á þeirri plötu eru m.a. Eiríkur Hauksson, Eyjólfur Kristjánsson (áður í Hálft í hvoru og Bítlavinaféiaginu), Laddi, Diddú, Helga Möller o.fl. "Sama og þegið" er háalvarleg plata með þeim Emi Árnasyni, Karli Ágústi Úlfssyni og Sigurði Sigur- jónssyni. Og loks er plata með Messoforte sem nefnist "No limit" sem er þegar komin út. Þá var ég að frétta að Gylfi Ægisson væri að gefa út ævintýtaplötu fyrir börn, sem fjallaði um snjóálfa er búa í Snæfellsjökli. Hitt leikhúsið gefur allavega út tvær plötur fyrir jólin. Plötu með Megasi og barnaplötu með ævintýrinu "Stígvélaði kötturinn". Er öruggt að sú plata ásamt plötu Gylfa verða teknar opnum örmum, því lengi hefur verið skortur á barnaplötum á markaðnum. Erlendar útgáfur Það er ekki sama sagan með erlendar plötur eins og íslenskar. Eriendar plötur eru settar á markaðinn einum eða tveimur mánuðum fyrir jól og er október venjulega afkastamesti mánuðurinn erlendis. Mikill fjöldi erlendra titla hefur þegar komið út eða er á leiðinni. Hér eru nokkrir titlar: Hljómsveitin Boston hefur nú nýlega gefið út sína þriðju plötu sem nefnist "Third stage". Þetta er fyrsta plata Boston í átta ár og hefur þegar að þetta er skrifað, stokkið í fyrsta sæti Bandaríska vinsældarlistans á þremur vikum sem er ótrúlegt. Já lengi lifir í gömlum glæðum. Önnur gömul og lífsseig hljómsveit, The Kinks sem starfað hefur í yfir 20 ár gefur út plötu sem nefnist "Think visual". Kate Bush verður með safnplötu fyrir jólin sem nefnist "The whole story". The Stranglers sem sviku okkur á Listahátíð síðasta sumar, gefa út tvær plötur. Safnplötu sem heitir Eiríkur Hauksson "Off the beaten track" og "Dreamtime". "Off the beaten track" er safn plata með svokölluðum B-hliðum af litlum plötum og "Dreamtimé" er stúdíóplata. Don Johnson, hjartaknúsarinn frægi úr þáttunum "Miami Vise" gefur út plötu sem nefnist "Heartbeat" (að sjálfsögðu). Duran Duran gefa einnig út plötu sem heitir "Noitrious". Sandra verður einnig með skífu, "Mirrors" heitir sá gripur. Spandau Ballet, Ultravox og O.M.D. sem eru allar á "Nýróman- tísku" línunni gefa allar út plötu fyrir jólin. Þær heita "Through the barricades", "U-vox" og "The pacific age". 18 Skinfaxi 5. tbl. 1986

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.