Skinfaxi - 01.10.1986, Blaðsíða 9
”Þá fór allt
"Það varmikið”
Þetta vom fyrstu orð Leifs Harðarssonar blakmanns
er ég fórþess á leit við hann að fá viðtal í Skinfaxa. Þeir
eru nú sennilega ekki margir sem stunda blak á íslandi
sem kannast ekki við Leif. Hann er búinn að stunda blak
/ rúmlega 10 ár og hefur á þessum árum m.a. unnið
íslandsmeistaratitilinn 9 sinnum. Leifur þykir líka
nokkuð liðtækur knattspymumaður og enn liðtækari sem
skemmtikraftur, þannig að það mætti ætla að hann hefði
frá mörgu skemmtilegu að segja. Til þess að komast að
því hvort hann væri eins skemmtilegur og fjölhæfur og
hann vill meina, ræddi ég stuttlega við hann um daginn.
Segðu mér Leifur ertu fæddur og
uppalinn héma á mölinni íReykjavík?
- Nei! Ég er fæddur á Hólmavík,
en fór nú reyndar bara þangað til að
fæðast. Eftir að því var lokið var ég hér
í Reykjavík til sex ára aldurs en þá
fluttist ég að Gufuskálum á Snæfells-
nesi og var þar til 12 ára aldurs. Þá
fluttum við til Reykjavíkur og hef
verið hér síðan með smá útúrdúrum
annað slagið.
Hvar og hvenær byrjarðu að stunda
íþróttir?
- Það var þegar við bjuggum á
Gufuskálum, að ég fór að iðka íþróttir
með Umf. Reyni á Hellissandi. Það var
aðallega stunduð knattspyma, þó man
ég eftir að einu sinni kom Einar
Gíslason spretthlaupari og kenndi
frjálsar íþróttir, en það höfðaði nú ekki
mikið til mín. Við kepptum í yngri
flokkunum við lið frá Ólafsvík,
Stykkishólmi og Grundarfirði. Nei ég
var ekkert í sundi, því ég var svo
déskoti vatnshræddur. Svo 1969
fluttum við aftur dl Reykjavíkur og
kom ekkert annað til greina en að ég
færi í Val þar sem pabbi var gamall
Valsari. En þar sem ég fór í Vogaskóla
fór það nú þannig að ég gekk í Þrótt en
ekki Val og hef verið þar síðan.
Varstu þá bara íknattspymunni?
Já! Handbolti var nú ekki
sérstaklega hentug íþrótt fyrir mig. Ég
var með Þrótti upp alla flokka og lék
meira segja allar stöður á vellinum. En
ég hef spilað mest sem miðjumaður, þó
ég hafi verið settur í hinar og þessar
stöður ef svo bar undir.
Hvers vegna ferðu að æfa blak?
- Það var nú dálítið furðulegur
aðdragandi að því öllu saman. Þegar ég
var í 10. bekk í Vogaskóla voru
nokkrar valgreinar eins og vélritun,
Enska I, keramik og alls konar
svoleiðis fokk. Þá var líka hægt að
velja grein ef 10 eða fleiri vildu það og
ef einhver kennari gæti kennt hana.
Þannig að við töluðum nokkrir við
Guðmund Arnaldsson um það hvort
hann vildi taka að sér að kenna okkur
blak, og var hann til í það, og svoleiðis
byrjaði þetta. Við æfðum svo tvisvar í
viku og unnum skólamótið í blaki. Á
sama tíma eru þeir að koma frá námi á
ÍKÍ Guðmundur Pálsson (Fommi),
Gunnar Árna, Valdimar og fleiri. Þeir
leita fyrir sér með að stofna blakdeild
hjá einhverju félagi hérna í Reykjavík
og fóru m.a. til Vals og KR en þau
félög voni ekki til í það. En á endanum
stofnuðu þeir svo blakdeild Þróttar og
Skinfaxi 5. tbl. 1986
9