Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1986, Blaðsíða 30

Skinfaxi - 01.10.1986, Blaðsíða 30
Dvergsnípa berts hingað oftar en vart verður. Hún er minni og nefstyttri. Flýgur upp án þess að gefa frá sér hræðsluhljóð. Flugið með hægara vængjablaki og beinna. Skógarsnípa hefur látið sjá sig árlega að sumarlagi um langt skeið. Þó eigi hafi fundist varp eða ungar, hafa karlfuglar á þremur stöðum haft í frammi fluglistir sem sjást ekki, nema sé um varp að ræða. Mun stærri og gildari en hrossagaukur. Hefur eigi langrákótt bak og á aftanverðum kolli svartar þverrákir. Jaðrakan (jaðraki, jaðraka og jaðrakám) hóf hérlendis varp 1920 - '30. Hefur síðan breiðst um landið. Við Mývatn 1963 og á Héraði 1970. Kvikur og hávær. Kvakar hvellt á flugi en á fæti verður röddin hraðari og skært kveinandi. Goggur langur, beinn, ryðgulur við rætur en svartur framar. Fætur fölsvartir. Kollur, háls og bringa rauðbrún, sem mýrarauði, á sumrum. Síður og kviður hvít með svörtum þverrákum. Bak móleitt. Flugfjaðrir svartar svo og jaðar vængja að ofan og neðan. Vængbelti hvítt á efraborði vængja, en neðraborð hvítt. Breiður þverbekkur svartur á stéli að ofan og neðan. Ofan við hann hvítur reitur. ísland er vestasta og nyrsta varpstöð fuglsins, sem er Mið-Evrópu tegund. Norðar og austar er Lappajaðrakan, sem berst hingað á fartímum. Goggur þeirrar tegundar uppsveigður. í væng ofanverðum ekkert vængbelti. Stél að ofan sett doppóttum þverrákum og upp frá því skagar fleyglaga hvítur reitur. Rödd hrjúfari og hvellri. Lóuþræll er auðkenndastur á svartri svuntu á neðanverðri bringu og aftur á kvið. Goggur aðeins niðursveigður fölsvartur en fætur dekkri. Frá kolli um háls og bak er litur brúnn lagður svörtum rákum. Eins er bringa. Frá goggrótum ofan augna og aftur á háls Ijós augnrák. Á vængjum ofanverðum löng mjó hvít rák, sem breikkar út á jaðra stélsins. Miðhluti stéls svartur. Röddin langdregið, niðandi, angurvært vell. Að hausti fellir fuglinn svörtu svuntuna og litur hamsins verður allur hvítar rákir frá stélfjöðrum uppá bak. Á vetrum í stórum hópum í fjörum, sem snögglega þyrlast til flugs í undraverðri samhæfni. Ýmist er litur hópsins Sendlingur (selningur), sem göngufólk hittir að sumarlagi á heiðurn, þar sem em hans varpslönd, en á vetrum á grýttum fjörum. Milli þessara svæða er farleið fuglsins. Á heiðum berst frá honum stutt hreimþýtt vell, en á fjörum mjóróma flaut, er hann flýgur upp. Rætur goggs eru gular en dökknar er dregur að oddinum. Fætur rauðgulir. Höfuð, háls og bringa grábrún án mynsturs, en á baki og ofanverðum vængjum bryddast þakfjaðrir hvítu. Síður, kviður og neðanverðir vængir dílótt. Á flugi eru áberandi hvít, mjó vængbelti, og tvær Hvaða fugl er þarna? Hugleiðing um fugla fyrir göngufólk Þorsteinn Einnrsson 30 Skinfaxi 5. tbl. 1986

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.