Skinfaxi - 01.10.1986, Blaðsíða 17
Kihon kumite. Atli t. v. kýlir oizuki gcdan (gedan zuki) og Ámi verst með gedan barai. Báðir standa í
shikio dachi.
Mikilvægt er að hafa í huga eftirfarandi
atriði, eigi höggið að vera áhrifaríkt:
* Rétt leið. Minnsta vegalengdin er
bein lína.
* Hraði. Hann skiptir miklu máli í
karate. Til að auka hraðann er hinn
handleggurinn dreginn að líkamanum,
um leið og kýlt er.
* Einbeitning. Kýldu mjúklega en
hratt og beindu öllum krafti líkamans, á
stundu þrýstingsins.
Uchi (slá)
í tsuki er rétt úr olboganum og
armurinn réttur fram. Uchi inniheldur
beygju og réttu um olnbogann.
Framhandleggurinn með olnbogann
sem snúningsás líkt og verið væri að
gera hálfhringi, en snöggt og kraft-
mikið. Hægt er að nota opna og lokaða
hendi auk olnboga. Mikilvægasta
atriðið í uchi er notkun "snapps"
handleggjarins. Það ætti ekki að vera
nein spenna í öxlum og hnefinn ætti að
vera þétt lokað. Slegið er í víðum boga
með hámarks hraða.
Keri (spörk)
Undirbúningsstig sparks er þegar fæt-
inum er lyft hátt og hnéð beygt að
fullu. Sé þetta rétt gert þ.e.a.s. létt og
mjög hratt, hjálpar það til við að halda
jafnvæginu og að finna rétta leið
sparksins.
Þegar sparkað er, ætti maður að hafa þá
tilfinningu að allur líkaminn sé á
bakvið sparkið í því. Mjaðmirnar eiga
að notast að fullu og fætinum er kippt
snöggt aftur til baka.
Geri. Mikilvægt erað lyíta og beygja hnóð vel
þcgar sparkað er. Hér sjáum við undirbúningsstig
macgeris. Raunar erhægt að sparka hér um bil
hvaða spark sem er afþessu stigi.
Það er Ámi scm sýnir.
Stöðuleiki stuðningsfótarins byggir á
spennunni í lærinu og kálfanum og
hnéð er aðeins bogið. Ef hnéð er beygt
of mikið, styðja vöðvamir ekki nógu
vel við og hnéð og öklinn verða veikari
og því sparkið ekki eins áhrifaríkt.
Fóturinn á að vera þétt pressaður að
gólfinu. Hné fótarins sem sparkar, á að
lyfta í átt að brjósti eins og hægt er.
Dachi (stöður)
Ef jafnvægi og stöðuleika líkamans er
ábótavant, verður bæði vamar- og
árásartæknin áhrifalídl. Kraftmikla,
hraða, mjúklega og nákvæma tækni er
aðeins hægt að framkvæma á sterkum
og stöðugum grunni. Efri hluti líkam-
ans verður að vera vel staðsettur á
sterkum grunni og bakið beint og
lóðrétt.
Þótt áhrifarík árás krefjist styrkrar stöðu
þá er sú staða aðeins nauðsynleg á því
augnabliki fyrir og á meðan tæknin er
gerð. Ef iðkandinn einbeidr sér um of
að því að vera í ákveðinni stöðu, þá
tapar hann um leið hreyfanleikanum.
Eftirfarandi atriði eru mikilvæg fyrir
þjálfun góðrar stöðu:
* Gott jafnvægi í árásar- eða
vamartækni.
* Að mjöðmum sé snúið mjúklega
með framkvæmd tækninnar.
* Tæknin sé gerð með mestum
mögulegum hraða og að vöðvar vinni
saman.
Það er skaðlegt fyrir þjálfun byrjenda,
er þeir taka stöður sem iengra komnir
nota, í stað þess að einbeita sér að
grunnþjálfuninni. Lengra komnir geta
staðið létt og í frekar hærri stöðu, en
geta skipt yfir í sterka og djúpa stöðu á
augnabliki. Byijendur eiga erfitt með
þetta og tapa oft jafnvæginu við
framkvæmd tækninnar.
KfflON IDO
Kihon ido er kihon á hreyfingu. Þetta
eru mjög formfastar hreyfingar þar sem
ólíkri hand- og fóttækni er blandað
saman við mismunandi stöður. Þegar á
líður eru nær allar kihon æfingar gerðar
á hreyfingu. Einnig verða þær flóknari
og fleiri hreyfingar gerðar við hvert
skref. Skrefin eru stígin í allar áttir þ.e.
fram, aftur og tíl hliðar. Æft er að fara
úr einni stöðu í aðra, snúningur,
fótaburður o.s.frv.
Lokaorð
Kihon er mikilvægt fyrir karate eins og
orð eru mikilvæg fyrir tungumál. Ef
kihon er fundið léttvægt, þá næst lítill
árangur í kata og kumite. Það er
vissulega hægt að ná árangri í kumite
án mikillar kihon þjálfunar. En fyrr en
síðar kemur að stöðnun sem viðkom-
andi losnar ekki úr fyrr en náð er tökum
á þessum þætti. Kihon þarf ekki að
vera leiðinleg. Ef svo er þá er eitthvað
að þjálfuninni. Hugmyndaríkur og
góður þjálfari sér tíl þess að
kihonþjálfun sé alltaf skemmtileg og að
iðkandinn viti markmiðið með henni.
í næstu grein verður fjallað um kötur.
Þar verður aðallega gengið út frá goju
kötum en reynt að koma eitthvað inná
shotokan kötur, eftir því hvað þekking
mín á þeim nær.
Þau er sýna á myndunum með
þessari grein eru:
Jónína Olsen 1. dan
Ámi Einarsson 1. dan
Atli Erlendsson 2. dan.
Þau eru öll þjálfarar hjá
Karatefélagi Reykjavíkur.
Skinfaxi 5. tbl. 1986
17