Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1986, Blaðsíða 13

Skinfaxi - 01.10.1986, Blaðsíða 13
Papeyjarsund Texti: Guðmundur Gíslason Mynd: Emil Thorarensen í oktober s.l. tóku nemendur 9. bekkjar Grunnskóla Eski- fjarðar sig til og syntu vegalengd sem er sú sama og frá Eskifirði til Papeyjar og til baka eða um 150 km. Þetta sund var liður í fjáröflun þeirra fyrir væntanlegt skólaferðalag í vor. Sund þetta tók alls um 39 klst. og lauk um kl. 5 á sunnudagsmorgni en hófst á föstudegi. Alls tókst þeim að safna um 70 þúsund krónum sem voru áheit bæjarbúa á þau ef þeim tækist að synda þessa vegalengd. Voru þetta 15 nemendur sem tóku þátt í þessu sundi undir leiðsögn tveggja kennara sinna, þeirra Helgu Unnarsdóttur íþróttakennara og Þórhalls Þorvaldssonarumsjónar- kennara bekkjarins. Hluti hópsins hvílir sig á milli sundferða ásamt kennara sínum Til áskrifenda Eins og áskrifendur muna, þá var gíróseðill fyrir áskrift sendur út með 3. tbl. sem sent var út fyrir rúmum tveimur mánuðum. Skil á áskriftargjaldinu sem er kr. 750 fyrir árið 1986 hefur ekki verið eins góð og vænst hafði verið, og viljum við því biðja alla þá sem eftir eiga að greiða áskriftargjaldið að gera það sem allra fyrst ef þeir vilja vera áfram áskrifendur. Eitthvað virtust menn misskilja gíróseðilinn sem þeir fengu um daginn, en á honum stóð, að þeir sem væru búnir að borga fyrir 1985 en væru rukkaðir aftur væru beðnir að láta okkur vita svo hægt væri að leiðrétta það. Við viljum ítreka þetta aftur hér og hvetja menn til að láta okkur vita ef þeir skipta um heimilisfang svo blaðið berist þeim örugglega. Ritstjórí Blaðamannafundur ÍSÍ Miðvikudaginn 12. nóv. s.l. hélt framkvæmdastjóm ÍSÍ blaðamannafund þar sem hún kynnti samþykktir 58. ársþings ÍSÍ sem haldið var í september. Á þessu þingi voru margar samþykktir gerðar um hin ýmsu málefni t.d. almenningsíþróttir, kennsluskýrslur, getraunir, lottó og margt fleira. Þá voru eftirtaldir aðilar kosnir heiðursfélagar ÍSÍ: Andreas Bergmann, Einar B. Pálsson. Gísli Halldórsson, Guðjón Ingimundarson og Hermann Guðmundsson. Hér fyrir neðan er mynd af nýkjörinni framkvæmdastjóm ÍSÍ. Frá vinstri: Lovísa Einarsdóttir, Jón Ármann Héðinsson, Hannes Þ. Sigurðsson, Sveinn Bjömsson forseti ÍSÍ, Sigurður Magnússon framkvst. ÍSÍ, Friðjón B. Friðjónsson, Katrín Gunnarsdóttir og Hermann Sigtryggsson Skinfaxi 5. tbl. 1986 13

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.