Skinfaxi - 01.10.1986, Qupperneq 21
SKINFAXA
Við hvíldum þáttinn í síðasta
blaði, bæði vegna margvíslegra
anna og einnig vegna þeirra góðu
tíðinda að uppá síðkastið hefur
blaðinu jafnan borist meira efni
en rúm er fyrir.
Undirritaður tók að sér að koma
þessum þáttum af stað fyrir
tæpum 7 árum og kom fyrsti
þátturinn í blaði no. 1 1980.
Upphaflega var ætlunin að ég
gerði naumast meira en ýta þessu
af stað, en svona hefur nú teygst
úr þessu einhvern veginn og mun
þessi þáttur vera sá 34. í röðinni.
Ég mun fljótlega óska eftir því að
einhver yngri og hressari taki við,
enda er mér farið að daprast
flugið.
þ síðasta þætti botnaði Þuríður
Ásvaldsdóttir sendingu Steinþórs
Þráinssonar og sendi svo Árna
Jónssyni á Öndólfsstöðum fyrri-
parta til að glíma við. Árni brá
liart við og sendi um hæl
bráðgóða botna til blaðsins. Og
þá skulum við líta á vísurnar með
botnum Árna.
Reyndu nú að ríma við,
rýra fyrriparía.
Astin byrjar undir kvið,
endar nærrí hjaría.
Lán og gæfa leiki við
landsins syni og dætur.
Fcngsæl okkar fiskimið
framtíð nýta lætur.
Þegar húmar hausti að
hcr á Norðurlandi.
Oft er teflt á tæpast vað
tengjumst handabandi.
Þá fékk Árni viðbótarfyrripart frá
þættinum og úr honum gerði
hann einnig vísu sem er svona.
Að heilsa biður þjóðin þér
þetta er góður siður.
Afhimnum niður móti mér
berst mikill fríðar óður.
J.S. hefur hefur greinilega verið í
viðbragðsstöðu eins og fyrri
daginn, og hann sendir þetta.
Reyndu nú að ríma við
rýra fyrriparía.
Meðan þjóð á þennan sið
þarflaust er að kvaría.
Lán og gæfa leiki við
landsins syni og dætur.
Sínum bömum sendir fríð
sjóli himna mætur.
Þegar húmar hausti að
hér á Norðurlandi.
Bylgja lífsins berst í hlað
og brotnar tær á sandi.
Að heilsa biður þjóðin þér
þetta er siður góður.
Þyngjast kliður þjóða fer
þarfur fríðaróður.
Jón F. Hjartar sendir þetta.
Reyndu nú að ríma við
rýra fyrríparta.
Hefi ekki haft þann sið
heimta bara og kvaría.
Lán og gæfa leiki við
landsins syni og dætur.
Ekki bagar óveður
íslands syni og dætur.
Að heilsa biður þjóðin þér
þetta er siður góður.
Mun þá í fríði fara hver
fast ég styð það ijóður.
Við Þökkum fyrripartana og
snúum okkur að því sem fram-
undan er, en Ámi sendir boltann
til Stefaníu Þorgrímsdóttur Garði
í Mývatnssveit með þessum fyrri-
pörtum.
Ó, ég vildi yrkja ljóð
um þig Sterania.
Þegar æsku feimnin fer
fyrír bí hjá konum.
Æsku djarfar ungmeyjar
eru þarfar sveinum.
Við þökkum Áma þátttökuna og
þessa ágætu fyrriparta, sem
eflaust sýna vel hvað hjarta hans
er kærast.
Stefaníu bjóðum við velkomna til
leiks, og öðmm þeim sem með
vilja vera.
Með bestu kveðjum
Ásgrímur Gíslason
Skinfaxi 5. tbl. 1986
21