Skinfaxi - 01.10.1986, Blaðsíða 24
25. Sambandsráðsfundur
Ungmennafélags íslands
Texti og myndir: Guðmundur Gíslason
Þá voru nokkrar tillögur frá landsmóts-
nefnd samþykktar og þar á meðal:
— að gefa starfsíþróttanefnd heimild til
að búa til nýja braut í dráttarvélarakstri.
— að þátttokugjald á 19. Landsmóti
UMFÍ verði kr. 100 á skráningu.
— beinir því til sambandsþings UMFÍ
1987 að forkeppni í knattspyrnu verði
endurskoðuð.
— telur að 4. og 5. liður varðandi
sérverðlaun í frjálsum iþróttum séu
ekki lengur ígildi og felur stjórn UMFÍ
að kanna möguleika á öðrum
stigaútreikningi.
Félagsmálanefnd að störfum á sambandsráðsfundinum.
24
25. Sambandsráðsfundur UMFÍ var
haldinn á Hótel Húsavík laugardaginn
15. nóv. s.l. Pálmi Gíslason form.
UMFÍ setti fundinn og bauð gesti og
fulltrúa velkomna, en alls sóttu fundinn
37 manns frá 14 aðildarsamböndum og
félögum UMFÍ af 26. Sérstakur gestur
fundarins var Sigurður Geirdal fyrr-
verandi framkvæmdastjóri UMFÍ en
hann lét af því starfi nú í ágúst eftir 16
ára starf. Af því tilefni afhenti Pálmi
Gíslason form. UMFÍ honum málverk
að gjöf frá ungmennafélagshreyfingunni
fyrir vel unnin störf, en málverkið er af
Þrastaskógi.
Pálmi Gíslason flutti skýrslu stjómar
og þeir Sigurður Þorsteinsson, Hörður
S. Óskarsson, Diðrik Haraldsson og
Guðmundur Gíslason fluttu starfs-
skýrslu síðasta árs.
Þá fluttu Kristján Yngvason form.
landsmótsnefndar, Vilhjálmur Pálsson
og Gunnlaugur Ámason skýrslu um
helstu störf landsmótsnefndar.
Á eftir þessum skýrsluflutningi voru
umræður um þær og tóku nokkrir til
máls og ræddu um þær.
Margar tillögur voru samþykktar á
þessum fundi eins og m.a:
Séð yfir bluta fundarsalarins.
— að Göngudagur fjölskyldunnar verði
21. júní 1987 og að stjóm UMFÍ sé
heimilt að efna til samstarfs með
öðrum aðilum við framkvæmd hans.
— að stefnt verði að utanferð eftir
landsmót 1987. Valdir verði tveirfyrstu
í hverri grein frjálsra íþrótta til
fararinnar.
— að halda skuli afmælishlaup UMFÍ
1987. Fundurinn vísar framkvæmda- og
skipulagsstjórn til stjórnar UMFI.
— að Félagsmálaskóli UMFÍ komi sér
upp sérstöku fræðsluefni á video-
spólum. Efnið skal höfða til nemenda
grunnskóla með alhliða upplýsingum
um félagsmálastörf og leiðbeiningum í
ræðumennsku. Efnið verði boðið öllum
grunnskólum landsins á mjög hag-
kvæmu verði. Sérstakar leiðbeiningar
verði samdar sem verði þeim til
aðstoðar er efnið kynna.
Skinfaxi 5. tbl. 1986