Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.10.1986, Side 25

Skinfaxi - 01.10.1986, Side 25
— beinir því til sambandsþings UMFÍ 1987 að athugað verði með ljölgun starfsíþróttagreina t.d. pönnukökubakst- ur og blómaskreytingu og að jafnframt verði athugað að hver mótshaldari hafi frjálsari hendur varðandi tilhögun starfs- íþróttakeppninnar. Sýslunefnd S-Þingeyjarsýslu bauð fund- armönnum og gestum til glæsilegs hádegisverðar og er þeim færðar þakkir fyrir hér. Þessum fundi lauk kl. 18.30 og voru menn almennt ánægðir með hann og þær tillögur sem voru samþykktar og þann mikla hug sem er í Þingeyingum í sambandi við framkvæmd landsmóts- ins. Frá fundi stjómar UMFÍ og landsmótsnefndar þar sem farið var yfir undirbúninginn. Hlaut starfsmerki UMFÍ Pálmi Gíslason afhendir Aðalbirni Gunnlaugssyni UNÞ starfsmerki UMFÍ. A sambandsráðsfundi UMFI á Húsavík afhenti Pálmi Gíslason form. UMFÍ Aðalbirni Gunnlaugssyni formanni UNÞ starfsmerki UMFÍ fyrir áratuga starf. Aðalbjörn er búinn að vinna mikið og lengi að ungmennafélagsmálum og hefur verið í stjórn síns félags Um'f. Öxfirðinga ásamt því að vera í stjórn UNÞ. Skinfaxi vill óska honum til hamingju með starfsmerkið og vonarað ungmennafélagshreyfingin fái að njóta starfskrafta hans lengi enn. Fulltrúar frá Umf. Geisla Á 25. Sambandsfundi mættu tvær ungar og vaskar stúlkur frá Umf. Geisla í Súðavík en þær heita Anna Lind Ragnarsdóttir og Hulda Gunnarsdóttir. Er nokkuð langt síðan fulltrúar frá Umf. Geisla hafa mætt á þing og fundi hjá UMFÍ, og er því vonandi að þetta félag fari að taka meiri, þátt í starfi innan UMFÍ t.d. framkvæmdastjóra- námskeiðum og öðmm námskeiðum. Hjá Umf. Geisla hefur lengi verið öflugt skáklíf og mun félagið ömgglega mæta með fríðan flokk skákmanna sem og annarra íþróttamanna á landsmótið á Húsavík næsta sumar. Skinfaxi 5. tbl. 1986 25

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.