Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1986, Síða 19

Skinfaxi - 01.10.1986, Síða 19
Bubbi Morthens Bruce Springsteen er aldeilis stórtækur um þessi jól. Platan hans heitir "Live 1975-1985" og eru það heilar fimm plötur í kassa. Vegleg jólagjöf ekki satt? Annars á það vel við að hann gefi út svo veglega hljómleikaplötu, því tónleikar hjá Springsteen eru aldrei styttri en fjórir tímar. Eitt sinn spilaði hann í heila átta tíma "Vegna þess að stemmingin var svo góð að ég tímdi ekki að hætta”, sagði kappinn eftir tónleikana. Paul Young gefur út plötu sem heitir "Between two fires". Howard Jones, Billy Idol, Falco, Cock Robin, Bangles og norska hljómsveitin A-ha verða allar með plötu á jólamarkaðnum. Eftir tveggja ára bið er hljómsveitin Pretenders búin að gefa út plötu sem nefnist "Get close". Cyndi Lauper gaf einnig út plötu eftir langa bið. Aðdáendur írsku hljómsveitarinnar U2 verð ég að hryggja, því platan sem þeir ætluðu að gefa út fyrir jólin hefur verið frestað fram yfir áramót. En gítarleikari hljómsveitarinnar The Edge hefur gefið út plötu sem heitir "Captive". Þetta er kvikmyndartón- listarplata og er ekki auðveld fyrir meltinguna. Aðdáendur Rogers Waters úr Pink Floyd geta hins vegar kætst, því að hann semur tónlistina í kvikmyndinni "When the wind blows". Þar koma einnig fram frægir kappar eins og Hugh Comwell (The Stranglers) og David Bowie sem syngur titillagið. Hér læt ég staðar numið með upptalninguna, en eins og menn sjá þá verður geysilegt úrval platna á boðstólum fyrir jólin, og er vonandi að íslenskar hljómsveitir taki sig til og gefi út sem flestar plötur fyrir jólin. Bruce Springsteen Paul Young Vinsældarval Poppfaxa í næsta tölublaði Skinfaxa sem verður síðasta tölublað ársins, ætlar Poppfaxi að bregða á skemmtilegan leik. Þá verður í blaðinu vinsældarval. Gefst lesendum Skinfaxa tækifæri á að velja sinn eigin lista í rólegheitum yfir jólin og senda svo til Poppfaxa sitt val. Vonandi verða sem flestir með í þessum leik okkar. Að lokum vil ég ítreka það að gaman væri að fá línu frá ykkur lesendur góðir. Þetta er ykkar síða og mitt takmark er að skrifa um það sem þið viljið lesa. Einnig væri gagnrýni mjög holl. Lifið heil Kristján Fréttir frá UNÞ Mikil starfsemi var hjá UNÞ s.l. sumar og mikið um móthald m.a. var haldið héraðsmót, sveina- og meyjamót, öldungamót ásamt mörgum öðrum mótum. Þátttaka í þessum mótum var mjög góð og tóku t.d. 151 þátt í i unglingakeppninni, en úrslit í stigakeppni félaga urðu þessi: 1. Umf. Snörtur 39 þátttakendur 825 stig. 2. Umf. Langnesinga 29 487 " 3. Umf. Öxfirðinga 19 380 " 4. Umf. Austri 25 346 " 5. Umf. Afturelding 24 329 ” 6. Umf. Leifur heppni 15 252 ” Fyrir utan þessi mót í héraði tók UNÞ þátt í 3. deild FRÍ sem haldin var á Sauðárkróki og svo í Norðurlandsmótinu sem var haldið á Blönduósi og stóð sig með prýði. Þá voru haldin mót í skák og knattspyrnu með góðri þátttöku í þessum mótum. Á þessu sést að það hefur verið mikil gróska í starfi UNÞ á s.l. sumri og er vonandi að það haldi áfram. Skinfaxi 5. tbl. 1986 19

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.