Skinfaxi - 01.02.1999, Side 8
Jón Sævar Þórðarson
Stökkmót Reynis
Reynismaðurinn Jón Sævar sá að mestu um framkvæmd stökkmóts Reynis
sem haldið var á Akureyri. Jóhann Ingi Árnason settist niður með Jóni af
afloknu glæsilegu móti
Eg átti hugmyndina að þessu
móti og hún kom kannski fyrst
og fremst til þar sem öll
aðstaða fyrir svona mót er fyrir
hendi á Akureyri. íþróttahúsið
er að mörgu leyti ágætt fyrir ákveðnar
greinar þrátt fyrir að ekki sé hægt að
keppa þar í hlaupi. Þessar
stökkgreinar sem keppt var í pössuðu
vel og það yrði til dæmis vel hægt að
bæta kúluvarpi við í framtíðinni ef
áhugi væri fyrir hendi.”
Þá yrði að breyta nafninu?
,,Já, þá yrði nafnið kannski Stökk- og
kastmót Reynis.”
Nú hafa svipuð mót verið haldin í
Reykjavík er fyrirmyndin stolin þaðan?
,,Þau mót hafa gengið mjög vel og ég
viðurkenni alveg að það hafi haft áhrif á
ákvörðunartöku okkar um að halda
Stökkmótið. Það er hins vegar langt síðan
við fyrir norðan byrjuðum að halda
frjálsíþróttamót innanhúss í þessum
klassísku handboltahúsum. Það var því
búið að gera þetta áður og við
Reynismenn höfðum tvívegis verið
aðilar að mótum þar sem útbúa hefur
þurft til dæmis sandgryfjur innanhúss.
Við höfum hins vegar aldrei áður þurft
að búa til braut fyrir stangarstökkið en
þar sem stokkurinn fyrir stöngina er
svo nálægt veggnum þurftum við að
þessu sinna að smíða upphækkaða
atrennubraut fyrir stöngina.”
Telur þú að það sé erfiðara að halda
svona stórmót fyrir norðan heldur en á
Reykjavíkursvæðinu?
,,Það hefði auðvitað geta orðið ófært en
það þýðir ekkert að vera spá í það. Ég
kveið hins vegar engu hvað varðaði
starfsmannahald en neitt þess háttar. Ég
treysti Reynismönnum fullkomlega til að sjá
um undirbúninginn og það var ekkert sem
fór úrskeiðis.”
En kostnaðarhliðin, hvernig kemur
mótið út fjárhagslega?
,,Þetta er auðvitað mjög dýrt en þar sem ég
hef ekki séð um peningamálin treysti ég
mér ekki til að segja hversu mikið þetta
kostaði - ég get hins vegar fullyrt að þar er
um talsverðar upphæðir að ræða.”
Var erfiðara fyrir ykkur að fá
styrktaraðila fyrir mótið en ef það hefði
verið haldið á Reykjavíkursvæðinu?
„Nei, ég held að það hafi nú ekki skipt
sköpum. Við vorum hins vegar ekki með
beina útsendingu frá mótinu og það hafði
nokkuð að segja. Það var ekkert
stórkostlegt vandamál að fá styrktaraðila
þrátt fyrir að þeir hefðu auðvitað mátt vera
fleiri.”
Er þetta ekki mikil áhætta fyrir eins lítið
félag og Reyni að halda mót þar sem
kostnaðurinn veltur á milljónum?
„Auðvitað er alltaf áhætta sem fylgir því að
framkvæma eitthvað stórt og skemmtilegt.
Hefði allt farið á versta veg hefði auðvitað
einhver þurft að borga brúsann en ég held
að mér sé óhætt að segja að þetta hafi
komið ágætlega út fjárhagslega.”
Nú voru stórstjörnur á borð við Erki
Nool sem mættu til leiks. Er erfitt
að fá stór nöfn úr heimi
frjálsíþróttanna til að mæta hingað
og keppa?
„Já og nei. Það hjálpar til að við erum með
góða íþróttamenn sem við getum boðið
þeim að keppa við. Fjölþrautakappamir
eru allir góðir vinir og þeir þekkja Jón Arnar
og finnst bara gaman að koma og keppa
við hann á hans heimavelli. Stelpurnar í
stönginni eru líka mjög framarlega og því
ekki erfitt að fá keppendur gegn þeim. Hitt
er svo annað mál að þetta kostar allt
peninga.”
En er erfitt að fá íslensku keppendurna,
til dæmis Völu og Þóreyju sem nú búa í
Svíþjóð, til að koma heim og keppa?
„Eins og flestir vita eru þær styrktar af
afreksmannasjóði og ég held að
þeim finnist nú mjög eðlilegt að þær
komi heim öðru hvoru og keppi. Ég
held líka að þær hafi bara gaman af
því að koma heim og hingað til hefur
það alla vega ekki verið neitt
vandamál. þetta má hins vegar ekki
frekar en neitt annað ganga út í
neinar öfgar en á meðan þetta er innan
skynsamlegra marka tel ég þetta ekki vera
neitt vandamál fyrir þær.”
Ég get hins vegar fullyrt aö
þar er um talsverðar
upphæðir að ræða
Ég held að þær hafi nú bara
gaman af því að koma heim