Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.02.1999, Side 24

Skinfaxi - 01.02.1999, Side 24
Hermann Níelsson framkvæmdastjóri Menntaþings Það var meðal annars fyrir krafta Hermanns Níelssonar að menntaþing frjálsra félagasamtaka var haldið í fyrsta sinn. Jóhann Ingi Árnason settist niður með Hermanni og forvitnaðist meðal annars um tilgang þingsins Af hverju menntaþing? ,,Hugmyndin á sér kannski of langan aðdraganda til að greina frá hér í þessu viðtali. Það má segja að maður sé eins og gamall hundur í þessu félagsstarfi en ég hef verið kennari og þátttakandi á fjöldanum öllum af námskeiðum í gegnum tíðina. Ég tel að ég hafi haft góða yfirsýn yfir stöðu mála á þessu sviði og ég var alltaf að reka mig á að leiðtogar frjálsra félagasamtaka væru nú orðið ekki jafnvel undirbúnir og oft áður. Það má eiginlega segja að við höfum gengið í gegnum hálfgerða forystukreþþu á undanförnum árum og það hefur verið meira um það að fólk hafi verið „þínt” til að verða formaður eða taka sæti í stjórn og við það hefur forystustarf frjálsra félagasamtaka hálfpartinn hrunið niður. Allt sem var búið að byggja upp á árum áður hafði tapast og eitthvað þurfti að gera til að koma þessu aftur á rétta braut.” Nú var Ungmennafélag íslands einn af aðilunum sem stóðu að þinginu en það voru fleiri sem komu þar við sögu? ,,Já, hugmyndin hjá mér var að gera eitthvað í líkingu við menntaþingið sem skapaði mikla umræðu í þjóðfélaginu um menntamál í grunnskólum og framhalds- skólum. Mér fannst að við þyrftum að gera eitthvað svipað fyrir okkar menntakerfi - það er fyrir frjálsu félagasamtökin. Það þarf að lyfta því upp og gera það sýnilegra og um leið fá þjóðfélagið til að ræða um þennan mikilvæga þátt í uppbyggingu þjóðfélagsins í heild. Menn verða að gera sér grein fyrir því að það eru tugir þúsunda manna sem starfa í frjálsum félaga- samtökum og á hverju sumri koma þúsundir nýrra ungmenna til starfa í þessum félögum. Þar er um að ræða leiðbeinendur framtíðarinnar, þeir bera mikla ábyrgð og því er nauðsynlegt að þeir kunni til verka.” En hver var ástæðan fyrir því að Ungmennafélag Islands reið á vaöið með þetta verkefni? ,,Það má eiginlega segja að ég sé fæddur inn í ungmennahreyfinguna og þar hef ég starfað allt frá unga aldri á einn eða anna hátt. Ég lagði því tillögu inn á þing UMFÍ þar sem sú ákvörðun var tekin að reyna að gera eitthvað í uppbyggingu félagsmála- fræðslu. Símennt var komið á laggirnar og þetta var ágætis innlegg inn í það starf. Svona hlutur er hins vegar ekki eign neins eins heldur sameign allra sem þátt tóku í þessu starfi.” Er dýrt að halda menntaþing? ,,Já, það kostaði eitthvað nálægt tveimur milljónum og það fór langur tími í að tryggja fjárhagslega útkomu þingsins. UMFÍ stóð á bak við þingið og skaffaði aðstöðu en fjárhagslega þurfti menntaþingið að standa undir sér. Mér sýnist að þetta komi ágætlega út og ég er líka mjög ánægður Þeir bera mikla ábyrgð og því er nauðsynlegt að þeir kunni til verka með öll þau góðu viðbrögð sem ég hef fengið að þinginu loknu. það sem stendur upp úr núna er að Æskulýðsráð ríkisins hefur óskað eftir að taka að sér þá vinnu að fylgja þinginu eftir. Þetta þing var aldrei hugsað sem neinn endapunktur, heldur upphaf og nú má segja að umræðan sé komin af stað.” Varstu ánægður með þátttökuna? ,,Ég get ekki verið annað en ánægður með hana. Það voru um 180 manns sem mættu á þingið og það var svakaleg „elíta” sem þar var saman komin - það má kannski orða það þannig að hárrétt fólk hafi mætt á þingið. Ég hefði kannski vilja sjá fleiri úr íþrótta- hreyfingunni en þá hefði tala þátt- takanda líklega verið nær 300.” Fannst þér fyrirlesararnir skila því sem þú bjóst við af þeim? „Já, mér fannst það. Maður vill alltaf að hlutirnir gangi vel og þegar mikið hefur verið lagt undir er maður auðvitað alltaf spenntur að sjá útkomuna. Þingið var vel skipulagt en það er aldrei hægt að vita nákvæmlega hvernig erindi hvers og eins munu skila sér. Við vorum með 18 fyrir- lesara á einum degi og ég held að þær upplýsingar sem þar komu fram hafi allar verið mjög gagnlegar.” Hvernig finnst þér að framhaldið eigi að vera. Á að halda annað þing að ári? „Sú hugmynd kom upp að halda svona þing aftur en það yrði auðvitað undir öðrum formerkjum þar sem boltinn er nú farinn að rúlla. Það sem þarf að gera núna og það sem ég held að Æskulýðsráð muni beita sér fyrir er að ráða kannski tvo sérfræðinga til að sjá hvaða fræðslustarf nákvæmlega fer fram alls staðar í þessum geira. Þær niðurstöður þarf svo að flokka saman til að sjá hvaða aðilar geta best unnið saman. Þegar sú vinna liggur fyrir þyrfti að senda hana til allra félaganna svo að þau gætu tekið það fyrir í sínum heimabæ og í framhaldi af því mætt til ráðstefnu þar sem framtíðarskipulag yrði gert um samvinnu. Svo væri ekki vitlaus hugmynd að hittast á þingi einu sinni á ári til að bera saman bækur sínar.” Símennt var komið á laggirnar og þetta var ágætis innleg í það starf 24

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.