Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2000, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.02.2000, Blaðsíða 3
ritstjórinn MIKIÐ UM AÐ VERA HJÁ UMFÍ Ungmennafélagar munu ekki sitja aðgerðalausir í sumar frekar en vanalega. Það er af nógu að taka og ættu flestir félagar okkar að finna eitthvað við sitt hæfi. Ungmennafélag íslands leggur þessa dagana grunninn að skemmtilegu verkefni sem hlotið hefur nafnið Loftskipið. Um er að ræða átaksverkefni þar sem ætlunin er að stuðla að aukinni samveru barna og foreldra. Verkefnið mun standa yfir í allt sumar og er byggt á sömu hugmyndum og í Lýðveldishlaupinu sem Ungmennafélag íslands stóð fyrir árið 1994. I sumar mun fólk hins vegar ekki þurfa að hlaupa heldur einfaldlega gera eitthvað skemmtilegt með fjölskyldunni og hlotið fyrir það verðlaun. Nánar er sagt frá verkefninu í blaðinu. Unglingalandsmót UMFI verður haldið yfir verslunar- mannahelgina að þessu sinni. Mótið verður á Tálknafirði og í Vesturbyggð og verður nokkurs konar sambland af íþróttamóti og útihátíð. Ætlunin er að hafa nóg í boði fyrir alla fjölskylduna og verður einn af hápunktum mótsins alþjóðlegt stangarstökksmót þar sem Vala Flosadóttir mun reyna að setja met á heimaslóðum. Mótinu eru gerð góð skil í blaðinu. Síðast en ekki síst mun Ungmennafélag íslands standa að glæsilegu móti í sumar sem hlotið hefur íslenska nafnið Menning & æska. Búist er við 2000-3000 þátttakendum á mótið frá Norðurlöndunum og mun það hefjast þann 21. júní. Nánar er fjallað um mótið og dagskrána í blaðinu. Skinfaxi RITSTJÓRI JÓHANN INGI ÁRNASON BLAðAMAðUR LJÓSMyNDIR VALDIMAR KRISTÓFERSSON SIGURJÓN RAGNAR UMBROT OG HÖNNUN JÓHANN INGI ÁRNASON FRAMKVÆMDASTJÓRI ÁBy RGð ARM AðU R SÆMUNDUR RUNÓLFSSON ÞÓRIR JÓNSSON AUGLýSINGAR MARKAðSMENN PRENTUN SVANSPRENT PÖKKUN VINNUSTOFAN ÁS DREIFING BLAðADREIFING EHF RITSTJÓRN SIGURBJÖRN GUNNARSSON ANNA R. MÖLLER VILMAR PÉTURSSON SIGURLAUG RAGNARSDÓTTIR STJÓRN UMFÍ ÞÓRIR JÓNSSON BJÖRN B. JÓNSSON KRISTJÁN yNGVASON JÓHANN ÓLAFSSON KRISTÍN GÍSLADÓTTIR ANNA R. MÖLLER SIGURBJÖRN GUNNARSSON SIGURðUR AðALSTEINSSON HELGA GUðJÓNSDÓTTIR KJARTAN PÁLL EINARSSON HELGA JÓNSDÓTTIR SKRIFSTOFA SKINFAXA ÞJÓNUSTUMIðSTÖð UMFÍ FELLSMÚLA 26 108 REyKJAVÍK SÍMI: 568-2929 FAX: 568-2935 NETFANG: umfi@umfi.is HEIMASÍðA: www.umfi.is

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.