Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2000, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.02.2000, Blaðsíða 4
internetið UNGMENNAFELAGAR N ETVÆÐAST Það kom fram í fréttum Stöðvar 2 á dögunum að ekki væri hægt að gera sér neina grein fyrir því hversu margar íslenskar heimasíður er komnar á internetið. Ungmennafélagar hafa átt sinn þátt í að stækka netið og við hjá Skinfaxa litum við á nokkrum heimasíðum félaga okkar sem greinilega kunna vel að nýta þennan skemmtilega miðil. HSK www.hsk.is Á HSK-vefnum er hægt að nálgast allar helstu upplýsingar um Héraðssambandið Skarphéðin, svo sem upplýsingar um stjórn, aðildarfélög, lög og reglugerðir og hvað er á döfinni. Það sem fær gesti hins vegar til að koma við aftur og aftur á vefnum eru fréttirnar. HSK-menn eru duglegir að koma því fréttnæmasta úr starfinu á vefinn og nýjustu fréttirnar taka á móti þér þegar slegið er inn www.hsk.is. KEFLAVÍK www.keflavik.is Það hefur greinilega mikið verið lagt í vef íþrótta- og ungmennafélags Keflavíkur. Líkt og á öðrum vefsíðum félaga er þar að finna helstu upplýsingar um félagið og allar deildir hafa sína eigin síðu. Hins vegar mætti móttökusíðan hafa fleiri upplýsingar fyrir gesti og það væri til dæmis ekki vitlaust að hafa nýjustu fréttir úr starfi félagsins þar. Á síðunni eru tenglar beint á heimasíðu UMFí og ÍSÍ. i

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.