Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2000, Blaðsíða 15

Skinfaxi - 01.02.2000, Blaðsíða 15
„Nýjum mönnum fylgja yfirleitt nýjar áherslur. Næsta haust er ætlun okkar að fara í mikla markaðsherferð. Við teljum okkur eiga mikið inni og þá sérstaklega hvað enska seðilinn varðar. Afkoma fyrirtækisins á rekstrarárinu, sem lýkur í júní, er mjög góð og það er ætlun okkar að nýta þann meðbyr til að reyna að gera enn betur á næsta rekstrarári. Undanfarin ár hefur Lengjan verið mest áberandi í okkar auglýsingum en nú er komið að því að huga að mjólkurkúnn, enska seðlinum. Einnig þurfum við að huga að því að virkja íþróttafélögin betur en mesti broddurinn hefur horfið úr fjölmörgum félögum síðustu ár. A síðasta rekstrarári þénaði ÍFR rúmar 4,5 milljónir á getraunaþjónustu og þeir peningar eru ekki týndir af trjánum í harðnandi rekstri félaganna." - Nú eru pottarnir sem spilað er um mjög háir í enska boltanum og mun haerri en til dæmis stærstu pottarnir hjá Lottóinu, ekki rétt? „Já, það er eitt að því sem við viljum reyna að vekja athygli á í herferð okkar næsta haust. Yfir vetrarmánuðina eru 25-30 rnilljónir í pottinum fyrir 13 rétta á enska seðlinum í hverri viku og þar kostar röðin bara 10 krónur. Það er því ódýrt að spila með og stór vinningur í boði. Ég held að fólk hafi bara hreinlega ekki áttað sig á því að það sé verið að spila um svona háar fjárhæðir í viku hverri. Hæsti vinningur í sögu Getrauna er rúmar 15 milljónir og kom hann á tölvuval sem kostaði 480 krónur. Vinningshafinn var sextug kona sem ávallt kaupir tölvuval í von um þann stóra. Við verðum því að koma því betur til skila að háar fjárhæðir eru í boði hjá okkur í hverri viku." - Og líkurnar jafnvel meiri að vinna í getraunum en í Lottóinu, ekki satt? „Möguleikarnir eru þrír í þrettándaveldi sem er svona um það bil 1 á móti 1.600.000 og þá erum við bara að tala um stærð- fræðilegan útreikning. Menn geta svo aukið líkurnar á að vinna ef þeir fylgjast vel með stöðu og gengi liðanna." - Hvaða leikur selst best hjá ykkur? „Úndanfarið hefur Lengjan borið uppi söluna og hefur selst betur en enski og ítalski seðillinn til samans. Hins vegar hefur salan á enska seðlinum aukist og er nú að nálgast sölutölur Lengjunnar." - Nú eru möguleikarnir á að vinna í Lengjunni miklir og oft hefur vinnings- hlutfallið farið yfir 100%, ekki rétt? „Já, það gerist reglulega. Lengjan er mun meiri áhættuvara fyrir okkur og við höfum séð allt upp í 300% í vinningshlutfall á einni viku. Þegar slíkt gerist getur það tekið okkur nokkrar vikur að komast aftur á slétt." - En svona að lokum. Hvað er það vinsælasta sem fólk tippar á á Lengjunni? „Enski boltinn er vinsælastur og því selst Lengjan best á veturna. Stoke City hefur komið sterkt inn og ég myndi segja að það væri svona það vinsælasta sem viðskiptavinir okkar tippa á þessa stundina. Það er greinilegt að íslenska þjóðin fylgist vel með því sem Guðjón er að gera í Stoke og hefur mikla trú á honum."

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.