Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2000, Blaðsíða 32

Skinfaxi - 01.02.2000, Blaðsíða 32
 EFNILEGIR I I KORFUNNI Skinfaxi fékk Friðrik Inga Rúnarsson landsliðs- þjálfara í körfuknattleik til að velja fimm efnilegustu leikmenn úrvalsdeildarinnar og segja aðeins frá kostum þeirra. Þá eiga íslendigar marga efnilega leikmenn sem stunda nám í Bandaríkjunum í vetur og Sportlíf fékk Friðrik til að nefna fjóra unga og efnilega leikmenn þaðan. íslendingar Hurfa um 15.000 blöðgjafir áári! Utlönd! „Það er nokkuð margir góðar strákar sem léku erlendis í vetur og ber þar helst að nefna Jón Arnór Stefánsson (KR), Loga Gunnarsson (Njarðvík), Sævar Sigurmundsson (KR-Þór Þorlákshöfn) og Baldur Ólafsson (KR)." ísland Svavar Birgisson <9 BLÓÐBANKINN Við ðörfnumst binnar hjálpar! Móttaka blóðgjafa er opin: Mánud.: 8:00-19:00 Þriðjud. ogmiðvikud.: 8:00-15:00 Fimmtud.: 8:00-19:00 Föstud.: 8:00-12:00 (19) Tindastóli. Hann telst til hávaxinna leikmanna á Islandi en er engu að síður mjög fjölhæfur leikmaður. Hann hefur burði til að leika margar stöður á vellinum. Þetta er leikmaður sem getur skorað úr langskotum og jafnvel fyrir utan þriggja stiga línuna en er jafnframt líkamlega sterkur sem nýtist honum vel undir körfunni, tekur mikið af fráköstum og skorar mikið inn í teig. Þetta er því leikmaður sem á fram- tíðina fyrir sér. Það verður gaman að fylgjast með honum. Ægir Hrafn Jónsson (20) Akranesi. Þetta er strákur sem er að spila sitt fyrsta tímabil í efstu deild og hann hefur komið mikið á óvart enda vita ekki margir um þennan strák. Þetta er stór og sterkur strákur sem hefur marga hæfileika og það verður gaman að fylgjast með honum í framtíðinni. Það verður t.d. gaman að sjá hvernig hann verður eftir nokkur tímabil í viðbót miðað við það að hann er nú þegar með um 15 stig að meðaltali í leik og 5 fráköst. Óðinn Ásgeirsson (20) Þór, Akureyri. Þetta er tveggja metra vængmaður. Hann hefur alla burði til að ná langt og það er eingöngu undir honum komið hvað hann gerir í framtíðinni. Hann er fjölhæfur, getur skotið fyrir utan, hefur alveg þokkalega boltameðferð, getur skoraði inni í teig og er ágætis frákastari þannig að það er hægt að segja að það sé töluvert í þennan strák spunnið. Hann einn getur svarað fyrir það hvað hann ætlar að gera í framtíðinni en vissulega eru hæfileikarnir fyrir hendi. Jón Hafsteinsson (18) Keflavík. Ég hef mikið álit á þessum strák. Hann er 193-4 cm. á hæð og hefur nánast allt sem góður körfuknattleiksmaður þarf að hafa. Hann getur dripplað, skotið, „póstað" upp og fleira en hann hefur ekki enn getað spilað á tímabilinu vegna meiðsla. Hann er lipur og er stundum eins og snákur því hann liðast um allt og kemst allt. Jakob Sigurðsson (17) KR. Þarna fer strákur sem hefur yfir að ráða nánast öllu sem viðkemur körfubolta. Hann hefur góða boltameðferð, góður skotmaður, skynsamur o.fl. Það eina sem ég hef nokkrar áhyggjur af er að hann er stundum full mikið til baka, það vantar stundum meira keppnisskap í hann en ég er sannfærður um að það komi með auknum spilatíma og meiri leikreynslu. En það dylst engum að hann hefur nánast allt sem góður körfuboltamaður þarf að hafa.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.