Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2000, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.02.2000, Blaðsíða 14
Á síðasta ári var salan í Lengjunni meiri en á ítalska- og enska seðlinum til samans. ívetur hefur þetta breyst. - Hvaða breytingar telur þú að þessi samruni við Islenska getspá muni hafa fyrir starfsemi íslenskra getrauna? „I gegnum árin hefur samstarfið á milli getrauna og getspár verið lítið sem ekkert og það er hlutur sem ég tel að muni eflast mjög mikið í framtíðinni. Það eru að stærstum hluta sömu eignaraðilarnir að þessum fyrirtækjum og því hlýtur það að vera vilji þeirra að bæði þessi fyrirtæki stækki og eflist." - Nú hafið þið notað sama sölukerfið í mörg ár. Er það kannski það eina sem fyrirtækin hafa haft samvinnu með? „Já, og samt ekki nema að hluta til þar sem íslensk getspá á í rauninni sölukerfið og Getraunir kaupa svo þjónustuna af þeim og hafa gert það alla tíð. Það verður reyndar engin breyting þar á á næstunni. Þetta eru enn tvö fyrirtæki með tvær kennitölur og rekin sem slík. Samruninn mun hins vegar koma í ljós með aukinni samvinnu og jafnvel átökum 100 lljónir í hverri viku Það var um síðustu áramót sem íslenskar getraunir fluttu starfsemi sína yfir til íslenskrar getspá. Ástæðan fyrir þessum flutningum var sú að reyna átti að auka samstarf þessara tveggja fyrirtækja sem að stærstu eru í eigu sömu aðila. Við samrunan tók Haraldur Haraldsson við sölu- og markaðstjórn íslenskra getrauna og eitt af markmiðum hans í sínu nýja starfi er að auka sölu á enska seðlinum þar sem spilað er um 100 milljónir í hverri viku. Blaðamaður Skinfaxa settist niður með Haraldi og spurði hann út í nýja samstarfið og framtíðina hjá getraunum. sem fyrirtækin munu standa að saman." - Ykkar sölukerfi hefur hins vegar ekki einungis verið í gegnum þessa svo kölluðu lottókassa. Þið hafið verið mjög duglegir við að selja í gegnum internetið, er ekki svo? „ Við höfum notað internetið mikið og það er mjög þægileg og einföld leið fyrir okkur og viðskipta- vini okkar. Þá er bara hægt að sitja rólegur heima og spá í hlutina og tippa á hvaða tíma sólarhringsins sem er. I dag fer um 40% af heildarsölu okkar í gegnum internetið og yfir 50% af sölu í enska og ítalska seðlinum. Við erum hins vegar með tæpa 30% sölu á Lengjunni í gegnum Netið." - Sigurður Baldursson hafði verið Iengi í brúnni hjá íslenskum getraunum áður en kom að samruna fyrirtæksins við íslenska getspá. Hann ákvað þá að snúa sér að öðru og við það má segja að þú hafir sest í hans stól. Munu einhverjar breytingar fylgja nýjum manni?

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.