Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2000, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.02.2000, Blaðsíða 5
BREIÐABLIK www.breidablik.is Félagslitur Breiðabliks fer ekkert á milli mála þegar litið er á heimasíðu félagsins. Síðan er mjög glæsileg og faglega unnin en hana mætti uppfæra oftar. Ef ætlunin er að reyna að fá gesti til að líta við á síðunni aftur og aftur þá verður þar að vera eitthvað nýtt og ferskt. Á heimasíðu Breiðabliks er meðal annars hægt að fá upplýsingar um félagið, knattspyrnudeildina, aðalstjórnina, handknattleiksdeildina, skíðadeildina og utandeildina í knattspyrnu. UÍA www.uia.is Ungmenna- og íþróttafélag Austurlands hefur komið sér upp glæsilegri heimasíðu. Á heimasíðunni er aðaláherslan lögð á Landsmót UMFí sem sambandið heldur árið 2001. Á síðunni er einnig hægt að fá upplýsingar um stjórn UÍA, mótaskrá, tengla á félög og einnig er tengill á heimasíðu UMFÍ á síðunni. Glæsilega síða og þess virði að líta og þá sérstaklega ef leiðinni er heitið á Landsmót UMFÍ árið 2001. D Netscape:UMSB BB 4 B*ck 3 É ^ É R»to*d Hom* S**rch Noticop* SS* rá‘ @1 ;jj Prnt Socurity Shop H Loc*(ton |http://wwv umsb.is/1 | ' Vh*fi R.Ut«l Stjórn og starfsmenn Aðildafélóg Mát og úrslit | Lóo og fed UQ6 tegiugerðir UoKj(irf|firó«iiiri:’; Préttir Póstur J js ' Tínametmasamband <S&amaiilardar Qtbiclm? 26. itp/l/ /912 r^eLtifar aUs 2/oo UMSB www.umsb.is Ekki alls fyrir löngu opnaði Ungmenna- samband Borgarfjarðar glæsilega heimasíðu sem hefur slóðina www.umsb.is. Á heimasíðu sambandsins er að finna allar helstu upplýsingar en líkt og hjá Keflvíkingum mætti bera meira á fréttum líðandi stundar. Á síðunni er hægt að skoða stjórn og starfsmenn, aðildarfélög, mót og úrslit, lög og reglugerðir og Borgarfjarðarmet. Á síðunni eru tenglar á heimasíðu UMFÍ og ÍSÍ.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.