Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2000, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.02.2000, Blaðsíða 8
Það er nú einföld ástæða fyrir því að ég valdi skíðin fram yfir fótboltann. Ég var enginn snillingur í fótbolta. „Ég stefndi að því ungur að árum að feta í fótspor Ingimars Steinmarks og keppa erlendis. Ég ætlaði ekki að láta staðar numið þótt ég hefði unnið nokkra titla hér á landi. Ég fór strax mikið að hugsa um að komast út þegar ég komst í unglingaflokkana." Kristinn lét ekki bíða eftir sér og fór út til Noregs þegar hann var 18 ára en árinu áður hafði hann unnið sér sæti í A-landsliði ísfands. „Það var stór ákvörðun þegar ég fór í skíðamennta- skólann í Noregi. Þá ákvað ég fyrst á kýla á þetta og reyna að fara alla leið. í dag sé ég eftir því að hafa ekki farið fyrr út því ég var strax tveimur til þremur árum á eftir jafnöldrum mínum úti þannig að ég naga mig í handarbökin í dag. Þó verð ég að viðurkenna að ég hafði litla sem enga möguleika að fara fyrr út. Fjárhagslega var þetta erfitt fyrir mig og þá var þetta lítið þekkt hérna á landi á þessum tíma og maður vissi ekki af þessum skíðaskólum. Ég var með þeim fyrstu frá Islandi sem fór í skíðamenntaskóla erlendis." Kristni gekk vel í skólanum sem varð til þess að hann ákvað að gera skíðaíþróttina að atvinnu sinni. „Mér gekk mjög vel í skólanum sem sannfærði mig um að reyna að gera þetta af alvöru. Ég var í skólanum í þrjú ár og síðan tók ég eitt ár í viðbót til að æfa í brekkunum. Þetta var mjög góður skóli enda hafa nokkrir frægir kappar komið þaðan, m.a. Buras. Næstu tvo vetur á eftir æfði ég í Austurríki með íslenska landsliðinu. Ég sleit reyndar hásinina seinna árið og kom heim. Arið 1997 komst ég síðan aftur af stað og fékk þá að æfa með finnska landsliðinu í tvö ár. Síðustu tvö árin hef ég æft með sænska landsliðinu og þá hef ég farið á æfingar með því norska." Kristinn hefur því æft undanfarin fjögur ár með nokkrum af fremstu skíðamönnum heimsins. En telur hann sig hafa átt möguleika til að komast í sænska eða norska Iandsliðið ef hann væri þeirra þjóðar? „Já, örugglega. Fyrir tveimur árum og í ár hefði ég verið gjaldgengur í hvaða landslið sem er miðað við árangurinn sem ég náði þannig að ég tel mig hafa getu til að keppa fyrir fyrrgreindar þjóðir." Var þetta stórt stökk fyrir þig á sínum tíma að fara út og láta slag standa? „Já, það var það. Þetta var ekki létt ákvörðun. Ég var í vinnu hérna heima og þurfti að fórna henni. Ég var að fara út í óvissuna og það vakti smá skjálfta í manni. Þá var maður að fara í nýtt umhverfi sem var mikil breyting fyrir mig sem skíðamann því ég hafði alltaf unnið með skíðunum þegar ég var heima á Islandi. Þá kostaði þetta mikið og það var því óhemju dýrt að taka þetta stökk." Hvað með íslenska skíðamenn sem stunda skíðaíþróttina eingöngu á Islandi. Geta þeir komist í fremstu röð? „Nei, ég tel að það sé enginn möguleiki. Aðstæður, veðurfar, punktar sem þú verður að vinna þér inn á mótum erlendis koma í veg fyrir það að skíðamenn hérna heima komist í fremstu röð." Hefur þér farið mikið fram eftir að þú fórst út? „Já, það er engin spurning og ég hefði aldrei náð þetta langt ef ég hefði ekki farið út. Ég hefði staðnað hérna heima og ekki orðið neitt úr mér sem skíðamanni." Af hverju var svigið fyrir valinu hjá þér? „Eftir að ég meiddist árið 1996 ákvað ég að einbeita mér að einni grein til að ■ i

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.