Skinfaxi - 01.08.2000, Blaðsíða 7
„Já, árið 1970 tek ég að mér starf sem framkvæmdastjóri UMFÍ.
Hafsteinn er kosinn forinaður og hann var niikill dugnaðar-
maður og hans markmið var að rífa hreyfinguna upp af værum
blundi. Ein aðalástæðan fyrir því að hann valdi mig sem
framkvæmdastjóra, sagði hann mér síðar, var efni greinar sem
ég hafði skrifað í Skinfaxa einhvern tíma milli 1965 og 1970.
Þessi grein varð til þess að honum fannst hann endilega þurfa að
hafa upp á mér og fá mig með sér í starfið."
Þið áttuð svo mikið verk fyrir höndum var það ekki?
„Þetta var nú allt miklu minna þegar ég og Hafsteinn hófum
okkar vinnu. Á þessum tíma var UMFÍ með alla starfsemina í
einu litlu herbergi en það var ekki það sem skipti máli. Við
lögðum af stað með það markmið að koma starfsemi
hreyfingarinnar aftur af stað út um allt land og mynda virkilega
öflugt landssamband. Til þess að gera það þurftum við að
komast í samband við fólkið í landinu og taka upp ný vinnu-
brögð sem væru í takt við tímann. Það var okkar mat að við
þyrftum að hitta fólkið áður en við gætum ætlast til þess að það
færi að vinna með okkur. Ég og Hafsteinn fórum þess vegna á
hvern einasta fund sem við mögulega komumst á og ferðuðumst
landshornanna á milli til að mæta á héraðsþing og til að byggja
upp samband við ungmennafélaga um allt land. Og ekki má
heldur gleyma því að við vorum ekki einir um þetta, það voru
úrvalsmenn í stjórn UMFI á þeim tíma sem ég vann þar og þeir
tóku allir meira og minna þátt í þessu með okkur."