Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.08.2000, Page 19

Skinfaxi - 01.08.2000, Page 19
Þegar hátíðin var kynnt á Norðurlöndum var lögð á það áhersla að krakkarnir kynntu menningu lands síns á meðan á íslandsdvölinni stóð. Á setningarhátíð sem fram fór föstudaginn 23. júní sýndu þátttakendur fjölbreytt atriði hver frá sínu landi. Á laugardeginum var mikil hátíð haldin í Fjölskyldugarðinum en þann dag var frír aðgangur í garðinn fyrir alla. Gestir Kultur og ungdom voru þar mjög áberandi og sýndu listir sýnar á ýmsan hátt. Meðal þátttakenda var hinn frábæri danski fimleikaflokkur Verdensholdet og sýndi hann listir sýnar í garðinu auk fleiri fimleikahópa, þar voru einnig tónleikar af ýmsu tagi og götuleikhús svo eitthvað sé nefnt. Á sunnudeginum var farið í ferð um Suðurland. Haldið var af stað með 36 rútum og farið á Þingvöll, Gullfoss og Geysi í frábæru verði. Ferðin endaði með mjög skemmtilegri hátíð á Selfossi. Að hátíðinni lokinni geta þeir sem að undirbúningi stóðu sagt með góðri samvisku að hátíðin hafi tekist vel. Gestirnir fóru ánægðir heim og vonandi eiga þeir sem flestir eftir að koma aftur til Islands og rifja þá upp góðar minningar frá Kultur og ungdom á íslandi árið 2000. NORDISK ST/tVNS I 21. -28. JUKl;

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.