Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2004, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.08.2004, Blaðsíða 10
BLATT AFRAM Blátt áfram er forvarnarverkefni á vegum UMFÍ sem tekur á kynferð- islegu ofbeldi gagnvart börnum. Verkefnið er unnið í samstarfi við systurnar Svövu og Sigriði Björns- dætur sem komu með hugmyndina til UMFI sem tók verkefnið að sér. Helga Guðjónsdóttir varaformaður UMFI er formaður verkefnisstjórn- ar Blátt áfram. Skinfaxi ákvað að heimsækja Helgu til Hveragerðis þar sem hún gegnir starfi aðstoð- arskólastjóra og fræðast um verk- efnið. Helga var fyrst spurS um markmið verkefnis- ins. „MeS verkefninu er ætlunin aS fræSa fólk um afleiSingar kynferSislegs ofbeldis gagn- vart börnum og hvernig grípa má inn í ef grunur hefur vaknaS um aS slíkt atferli eigi sér staS. VerkefniS fellur vel aS markmiSum UMFI sem hefur í gegnum tíSina haldiS úti margs konar forvarnaverkefnum. RauSi þráSurinn í starfi UMFI er, ræktun lýbs BI^IT ÁFRAA/I! Helga Cuðjónsdóttir formaður verk- efnisstjórnar Blátt áfram og Asdís Helga Bjarnadóttir í verkefnisstjórn Blátt áfram. Jónsi afhendir Kolbrúnu Albertsdóttur 1. verðlaun í Andafjöri. Svava Björnsdóttir verkefnisstjóri. Blátt áfram - forvarnarverkefni UMFÍ og lands, aS leggja rækt viS manneskju- na og umhverfi hennar. Þetta verkefni gen- gur út á mannrækt og tengist því beint þessu höfuSmarkmiSi hreyfingarinnar," segir Helga. Ut á hvað gengur verkefnið? „VerkefniS er fyrst og fremst forvarnar og fræSsluverkefni sem tekur á kynferSislegu ofbeldi gagnvart börnum. Gefinn verSur út bæklingur um málefniS sem dreift verSur inn á öll heimili í landinu nú á haustmánuS- um. OpnuS hefur veriS heimasíSa verkefnis- ins og er slóSin www.blattafram.is. Kynningar verSa á verkefninu og samstarfs- aSilum í fjölmiSlum jafnt og þétt allt þetta ár. Bein fræSsla og samvinna verSur viS RauSa krossinn, Barnaverndarstofu o.fl. SérfræSingar verSa fengnir til aS skrifa um málefniS í blöS og tímarit og stefnt er aS því aS halda ráSstefnur og fundi um málefniS. Nú þegar hefur ráSgjafi frá Bandaríkjunum komiS til landsins í tengslum viS verkefniS og haldiS fyrirlestra hjá Stígamótum o.fl. sem tókust mjög vel. Er fyrirhugaS aS sami ráSgjafi komi og haldi námskeiS um mál- efniS á næsta ári." Kynferðisleg misnoktun á Islandi - staða mála? Helga segir þaS bæSi langt mál og flókiS aS fara út í aS fjalla um hver staSa þessara mála sé á Islandi í dag. Til eru rannsóknir sem sýna aS ein af hverjum fimm stúlkum og einn af hverjum tíu drengjum verSa fyrir kynferSislegu ofbeldi á einhvern hátt fyrir 1 8 ára aldur. ÞaS segir okkur töluvert um stöSu mála og aS nauSsynlegt sé aS gera eitthvaS í málunum. (Hrefna Ólafsdóttir fél- agsráSgjafi). Hvernig hefur verkefnið gengið hingað til? „VerkefniS hefur fengiS frábærar undirtektir og gengur vel. HeimasíSan er virk og fær reglulegar heimsóknir. MikiS kemur inn af fyrirspurnum og hamingjuóskum meS heimasíSuna og verkefniS í heild. Margir hafa hringt og spurt um fundi og fyrirlestra um málefniS. Þetta segir okkur hversu brýnt var orSiS aS taka upp umræSuna um mál- efniS eins og viS gerum þ.e. aS vekja athygli og umræSu um þaS á jákvæSan hátt og höfSa til ábyrgSar hinna fullorSnu," segir Helga. Hvað er framundan? „Framundan er aS Ijúka viS bæklinginn og dreifa honum inn á heimili landsmanna. Honum verSur síSan fylgt eftir meS kynning- um og fræSslufundum. Plakötum verSur dreift í skóla, íþróttamannvirki og fleiri staSi þar sem ungt fólk kemur saman í skipulögSu starfi. UnniS verSur áfram í þvi aS efla og þróa heimasíSuna þannig aS hún nýtist sem best." „Stærsta verkefniS framundan er hins vegar aS afla verkefninu fjár. Verkefni eins og þetta gengur ekki nema til sé fjármagn og nú er svo komiS aS sá sjóSur sem viS höfSum til ráSstöfunar er aS verSa tómur og því er mik- ilvægt ef verkefniS á aS halda áfram, sem ég tel aS verSi aS vera, aS einstaklingar og fyrirtæki stySji vel viS verkefniS. Margt smátt gerir eitt stórt. FyrirhugaS er aS fara meS námsefni inn í grunnskólana sem hefur hlotiS nafniS „krakkarnir í hverfinu." Munum viS kynna þaS vel þegar aS þvi kemur." Bæklingurinn Sjö skref, út á hvað gengur hann? „Bæklingurinn sjö skref kemur frá samtökum í Bandaríkjunum sem kalla sig Ur dimmu í Ijósið (www.darkness2light.org). UMFÍ - Þátttaka er lífsstíll 10

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.