Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2004, Blaðsíða 20

Skinfaxi - 01.08.2004, Blaðsíða 20
INGA MARÍA Viðtal vi& Birgittu ... ••• e&a hvað? Inga María Baldursdóttir (14] og Cauti Ásbjörnsson (18) tóku viðtöl við gesti og gangandi á Unglinga- landsmóti UMFi á Sauðárkróki i sumar. Hljómsveitin írafór skemmti á Unglinga- landsmóti UMFÍ vió góóar undirtektir. Inga María Baldursdóttir, 14 ára stelpa frá Sauóárkróki var á feráinni á móts- svæáinu meá kvikmynda- vél og var að vinna aá heimildarmynd um mótiá fyrir UMFÍ. Inga María settist niáur með Birgittu og spjallaái viá hana um tónlistarheiminn. Hvernig fannst þér að skemmta á Unglinga- landsmótinu? Mér fannst það gaman, alveg virkilega. Það voru mjög margir og veðriÖ var frábært þannig að þetta var æðislegt. Hvernig fannst jbér stemmingin? Stemningin var góð. Það sungu allir með og hoppuðu þannig að þar var ofsalega gaman. Hvernig finnst jbér að vera í jbessum bransa? Ef mér finndist það ekki gaman þá væri ég í einhverju öðru starfi. Mér finnst skemmti- legast við þetta starf að fá að búa til músík og spila hana fyrir fólk sem hefur gaman af tónlist, það eru eiginlega forréttindi. Skemmtilegasti staður sem jbú hefur spilað á ? Unglingalandsmót að sjáflsögðu, segir Birgitta og hlær. Nei, nei, það er yfirleitt alls staðar gaman. Júróvísion, það var skemmti- legast, þá þarf ég líka ekki að nefna neinn stað sérstaklega hérna innanlands. Annars finnst mér mjög gaman úti á landi og líður vel úti á landi. Hér tók viótalið á sig aðra mynd og Birgitta settist í stól spyrilsins. Birgitta: Hvað ertu, héðan? Inga María: Já. BH: Ertu að keppa á mótinu? IM: Já, ég var að keppa í frjálsum. BH: Hvernig gekk? IM: Allt í lagi, ekkert æðislega samt. BH: Bara gaman að vera með? IM: Já, nákvæmlega. BH: / hvaða bekk ertu? IM: Er að byrja í 9. bekk. BH: Attu ekki alla diskana með írafár? IM: Nei, ég á bara einn, ætlaði að fara kaupa fleiri. BH: Hei, ok, kötta á þetta núna, og svo hlógu jbær báðar... UMFÍ - Þátttaka er lífsstíll 20

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.