Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2004, Blaðsíða 19

Skinfaxi - 01.08.2004, Blaðsíða 19
BJOSSI BOLLA Bjössi (ekki lengur) bolla Bjössi Bolla var landsþekktur prakkari fyr- ir mörgum árum. Bjössi Bolla var fasta- gestur í Stundinni okkar, fór í ferðalag með Sumargleðinni og skemmti og söng. Vegna þess að vinur hans Magnús Olafs- son leikari söng lagið um Prins Póló með Sumargleðinni, þá borðaði B/össi mikið Prins Póló og sælgæti, en fyrir nokkrum árum fór Bjössi í sveit með mömmu sinni og lærði þar að borða hollan og góðan mat. Skinfaxi rakst á Bjössa og lagði fyrir hann nokkrar spurningar. Hvafc er a2> frétta af Bjössa bollu í dag? „Allt mjög gott, ég er kominn aftur á höfuð- borgarsvæðiS." Er Bjössi búinn að vera í fríi? „Já, ég var í sveit meS mömmu, hún var ráSs- kona í Húnavatnssýslunni." Er Bjössi að fara gefa út nýjan geisladisk? Hvað verður á honum, „Ég er aS fara aS gefa út myndbandsspólu og DVD meS því besta sem ég gerSi fyrir Stund- ina okkar fyrir nokkrum árum. Þar sem ég m.a. at kappi viS sterkasta mann í heimi Jón Pál Sigmarsson. Hann dó því miSur ungur og er þetta gert í minningu hans." Bjössi var á sínum tíma nokkuð þéttur á velli, er er i dag orðinn hár og spengilegur..., hvern- ig stendur á því? „Ég hætti aS borSa óhollan mat og mamma gaf mér mun hollari mat aS borSa svo aS ég myndi grennast. Og mig langar aS hjálpa þeim börnum sem eru of feit og eiga erfitt aS fóta sig í lífinu. ÞaS er hægt aS gera svo margt." Er Bjössi hættur í Prins Póloinu og namminu? „Já, nú er bara einn nammidagur í viku og þá reyni ég aS borSa hollustunammi." Er Bjössi eitthvað farinn að æfa, ganga, synda eða í ræktina...? „Jahá, ég er sko farinn aS hreyfa mig meira og þess vegna hefur mér gengiS svona vel. Mig langar aS skrifa matseSil og æfingar fyrir börn sem þurfa á hjálp aS halda." Var Bjössi eitthvað i íþróttum þegar hann var yngri? „Já, ég var í fótbolta og af því aS ég var svo feitur þá var ég alltaf settur í markiS, eSa var bara varamaSur. " Nú er Bjössi mjög hress og skemmtilegur, en var samt kannski svolítill prakkari, hvernig finnst Bjössa að krakkar eigi að koma fram, t.d. við hvort annað, við kennara eða for- eldra...? „Já, ég er ennþá mjög hress og skemmtilegur og farinn aS búa til nýja skemmtidagskrá fyrir börn. Krakkar eiga aS koma fram viS alla eins og þau vilja láta koma fram viS sig. Bera virS- ingu fyrir kennurum og foreldrun sínum. ÞaS er allt í lagi aS skemmta hvort öSru, hlæja og grínast, en þaS á allt aS vera í góSu. MaSur á ekki leggja aSra í einelti, ekki gera grín af þeim sem eru of feitir, heldur reyna aS hjálpa þeim. Aldrei aS reykja, drekka áfengi og forS- ast alla óhollustu í hvívetna. Ef maSur gerir þetta verSur maSur miklu betri persóna." „Ég vil aS lokum skila kveSju til allra barna á Islandi og hlakka til aS hitta þau." Með kærri vinar kveðju BJÖSSI BOLLA vinur barnanna. Góður árangur hjá 10 ára hnokka Hilmar Daníelsson 10 ára hnokki úr UMSE stóS sig mjög vel á aldursflokkamóti UMSE f sumar. Hilmar keppti í 60 metra hlaupi, boltakasti og langstökki. Árangur hans varS sem hér segir: 60 m hlaup: 9,30 sek. Boltakast: 32,04 m. Langstökk: 4,21 m. Árangurinn í langstökki er ótrúlega góSur hjá 10 ára strák, því 12 ára strákar þykja nokkuS góSir ef þeir ná aS stökkva þessa lengd. Einnig er tfmi hans í 60 m hlaupi frábær. Þá var Hilmar í sigursveit í 4 x 100 m boShlaupi og hafSi því 4 gull eftir mótiS. Þjálfari Hilmars er Omar Freyr Sævarsson og aS sögn hans getur Hilmar náS mjög langt ef hann heldur áfram aS æfa og stunda íþróttir. (Frétt frá UMSE) 19 SKINFAXI - tímarit um menningu

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.