Skinfaxi - 01.08.2004, Blaðsíða 2
Leiðtogaskólinn býður uppá kröftug námskeið fyrir alla
sem vilja ná betri árangri í félagsstörfum.
Námskeið sem boðið verður uppá í vetur:
1. Leiðtogaþjálfun
Öflugt námskeið ætlað þeim sem áhuga hafa á að starfa í forystusveit hvort heldur sem er í fálagsstarfi eða
atvinnulífinu. Þátttakendur fá þjálfun sem býr þá undir að takast á við þau fjölbreyttu verkefni sem forystu-
maður ífélagi þarf að kunna skil á. Meðal annars verður farið í eftirfarandi:fundarstörf og fundarstjórnun,
framkomu (ræðumennsku), leiðtogafræðslu, samskipti við fjölmiðla, þjálfun fyrir viðtöl í fjölmiðlum,greinaskrif
í fjölmiðla og ýmsar æfingar sem stuðlað geta að leiðtogahæfni.
Námskeiðiðer4dagar.
2. Fundarstörf og fundarstjórnun:
Þátttakendur fá góða tilfinningu fyrir mikilvægi faglegrar
fundarstjórnarjafnt stærri sem smærri funda og hvernig
þeir geta sjálfir fengið sem mest út úr fundarsetu sem
fundarmenn.
Farið er yfir öll grundvallaratriði fundarskapa. Þátttak-
endurfá þjálfun í réttum fundarsköpum og fundarstjórn.
Tilgangurinn er að þjálfa þátttakendur í að taka virkan
þátt í fundarstörfum og tryggja markvissan og góðan
fund.
Námskeiðið er 6 tímar.
3. Ræðumennska I
Námskeiðið eflir hæfni einstaklingsins til að taka til máls
og tjá sig fyrir framan hóp af fólki. Það byggist upp á
æfingum í framkomu, framsögn og ræðusmíð. Farið er
í margskonar form á ræðum, svo sem söluræðum og
tækifærisræðum.
Námskeiðið er 6 tímar.
4. Ræðumennska II
Námskeiðið er ætlað þeim sem lokið hafa Ræðunám-
skeiði I og/eða öðrum ræðunámskeiðum.
Einnig er æskilegt að þátttakendur hafi einhverja reynslu
afræðumennsku.
Að efla þekkingu og þjálfun þátttakenda í móðurmálinu
og framkomu á opinberum vettvangi.
Námskeiðið er5tímar.
5. Að starfa í stjórn
Námskeiðið er ætlað fólki sem starfar eða ætlar að starfa
í stjórn félagasamtaka. Farið verður yfir hlutverk stjórnar-
manna og mikilvægi nýrra hugsunarhátta í starfi félaga.
Hvernig fáum við nýtt fólk til að starfa með okkur?
Félagsstarf í nútímaþjóðfélagi. Fundarstjórn og þjálfun
í framkomu.
Námskeiðið er 5 tímar.
6. Foreldrastarf (2005)
Á námskeiðinu verður farið í hvernig við fáum fleiri
foreldra til að starfa í félaginu okkar.Ætlað öllum sem
áhuga hafa á heilbrigðu félagsstarfi.
Námskeiðið er3tímar.
7. Annað
Auk þess verða í boði styttri námskeið
sem verða auglýst sérstaklega.
Allar upplýsingar og bókanir
á námskeið í síma 568 2929.
www.umfi.is
LEIÐTOGA
SKÓLINN
EINN. TVBR OG ÞRlR 248.014