Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.2004, Page 6

Skinfaxi - 01.12.2004, Page 6
AÐ LOKNU LANDSMÓTI andsmót UIVIFI er stærsta og fjölmennasta ttamót landsit r haldið þriðj hvert ár Landsmót UMFÍ og Unglingalandsmót UMFI voru haldin ó Sauðórkróki í sumar eins og allir ungmennafélagar vita. I fyrsta skipti í sögu UMFI voru bæði mótin haldin á sama ári. Nokkuð skiptar skoðanir voru í ungmennafélags- hreyfingunni hvort rétt væri að halda bæði mótin sama árið og eins voru efasemdir hjá mörgum hvort rétt væri að halda bæði mótin á sama stað. Þótt lengi megi deila um alla hluti, þá er víst að bæði mótin tókust afar vel hjá Skagfirðingum og voru þeim og ungmennafélögum til mikils sóma. Engu að síður má alltaf halda áfram að velta hlutunum fyrir sér og Skinfaxi leitaði til formanns UMSS og formanna fjögurra annarra héraðssambanda til að heyra viðhorf þeirra til landsmóts- sumarsins á Sauðárkróki. Haraldur Þór Jóhannsson formaður UMSS sat fyrstur fyrir svörum. Skák og mát. Hvernig hafa Skagfirðingar það að loknu landsmótssumri ? Ég held þeir hafi það mjög gott, misvel eins og aðrir. Persónulega þá fannst mér þetta mjög strangt sumar. Þetta var mikil vinna og mikið skipulag og án efa mjög krefjandi fyrir okkar félagsmenn. Annars voru menn fljótir að ná sér eftir mótin og endurhlaða batteríin. Ég held að menn séu orðnir afþreyttir eftir Landsmótin. Ég hef ekki orðið var við Haraldur Þór Jóhannsson, formaður UMSS. það að minnsta kosti að menn séu þreyttir. Hvernig var undirbúningi háttað fyrir mótin? Það voru skipaðar landsmótsnefndir og síðar ýmsar undirnefndir og ráðinn framkvæmdastjóri. Lands- mótsnefndirnar funduðu hálfs- mánaðarlega. Hvað með frágang eftir mót? Frágangur mótanna er enn í gangi, það er ekki búið að klára ýmsa hluti, t.d. uppgjör og annað. Það er ótrúlegt hvað sumir eru seinir að senda reikninga. Þetta tekur allt töluverðan tíma og í raun lengri tíma en maður reiknaði með. Nú eru skiptar skoðanir um að halda tvö mót á sama ári, hvað finnst þér um það að segja að loknum báðum mótunum ? Ég er nú sammála því að halda Unglingalandsmótin árlega og þó svo að það sé Landsmótsár og þá verði haldin tvö mót, eins og nú í sumar. Þetta er bara svo ólíkur markhópur, og okkur ber skylda til að bjóða upp á þessi mót sem valkost fyrir fjölskyldufólk um verslunamannahelgina. Hvernig finnst þér það hafi komið út að bæði mótin voru haldin á sama stað ? Já ég geri mér grein fyrir að að verða alltaf skiptar skoðanir á því. I byrjun var ég ég sjálfur mjög efins um þetta. En fyrir mína parta sé ég nú Frá keppni í gróðursetningu. hagkvæmnina í því að halda bæði mótin á sama stað og þetta á að geta komið mjög vel út fjárhagslega fyrir mótshaldara að halda bæði mótin, en það krefst mikillar skipulagningar og mikið af vinnuframlagi. Ég er ekkert viss um að það takist alltaf. Ég veit að það stendur mönnum helst fyrir þrifum með að halda bæði mótin á sama stað. Persónulega held ég að vel hafi tekist til með bæði mótin. Eins og menn sáðu þá upp- UMFI - Allir með 6

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.