Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.2004, Síða 17

Skinfaxi - 01.12.2004, Síða 17
FJOLSKYLDAN A FJALLIÐ Kvöldgöngur UMSB og aörar göngur Fyrsta ganga sumarsins á vegum UMSB var í vor þegar gengið var með póstkassa og gestabók á Varmalækjarmúlann. Leiðsögumenn í göngunni voru Guðmundur Sigurðsson UMSB og Steinar Berg Fossatúni. Varmalækjarmúli er fjall UMSB í verkefninu "Fjölskyldan á fjallið". Opnun verkefnisins "Göngum um ísland " sem er á vegum UMFÍ var að þessu sinni hér í Borgarfirðinum. Gengið var um Jafnaskarðsskóg í blíðskaparveðri 15. júní sl. Kvöldgöngur UMSB voru vel sóttar í sumar og voru að jafnaði 20 - 40 manns sem mættu í göngurnar. Að þessu sinni var lögð áhersla á strandlengju Borgarfjarðarhéraðs. Fyrsta kvöldgangan var um Hvalfjörðinn, gengið frá Bjarteyjar- sandi í leiðsögn Arnheiðar Hjörleifs- dóttur, hálfum mánuði seinna var gengið um Kampinn og Hvalstöðina í Hvalfirði leiðsögumaður ferðarinnar var Matthías Sigurðsson á Hrafna- björgum. Guðmundur Gíslason leiddi göngu um iðnaðarsvæði við Grundartanga í byrjun júlí og 15. júlí var ganga um Þyrilsnesið, Arnheiður Hjörleifsdóttir fræddi göngumenn um umhverfið, fornar vígaslóðir, fuglalíf o.fl. I lok júlí var gengið um Grunnafjörðinn, í fylgd Stefáns Ármannssonar. Björgvin Helgason var leiðsögumaður þegar gengið var um strönd Mela í Melasveit 12. ágúst og Margrét Jónsdóttir leiddi gesti um strönd Hafnarskógar. Síðasta kvöldganga sumarsins var um strönd Rauðaness en þar var Sigurbjörg Viggósdóttir leiðsögumaður. í lok göngunnar á Varmalækjar- múlann bauð leiðsögumaðurinn Steinar Berg öllum í kaffi að lokinni göngu. Kunnum við honum og öllum öðrum sem hönd hafa lagt á plóginn bestu þakkir. íþróttamiðstöðin Árbær Bolungarvík íþróttamiðstöðin er opinn fyrir almenning 0 sem hér segir veturinn 2004 - 2005 Morguntími fyrir almenning í sundlaug Mánudaga, miðvikudaga og föstudaga • Frá kl 06.00 til kl 10.00 ^Síðdegistími fyrir almenning í sundlaug Mánudaga • Frá kl 16.00 til 19.00 Aðra virka daga •Frákl 16.00 til 21.00 Laugardaga opið frá kl. 10.00 til 18.00 Sunnudaga opið frá kl.10.00 til 16.00 Athugiö! Á sunnudögum er sundlaugin sérstaklega upphituð sem hentar vel ungabörnum og kulsæknu fólki # Þreksalur • Mánudaga, miðvikudaga og föstudaga •Frákl 07.00 til 10.00 og alla virka daga • Frá kl 12.00 til lokunar sundlaugar Laugardaga og sunnudaga • þreksalurinn opinn eins og sundlaug - A, *4rbær ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐ BOLUNGARVÍK ^Opnunartími Sauna baðstofu Á fimmtudögum fyrir konur • Frá kl 17.00 til 21.00 Á laugardögum fyrir konur • Frá kl 13.00 til 15.30 Á föstudögum fyrir karla • Frákl 17.00 til 21.00 Á laugardögum fyrir karla • Frá kl 15.30 til 18.00 Athygli er vakin á því að Sauna-baðstofan er opin á sunnudögum fyrir sundlaugargesti. Netheimar 2004

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.